
Vísir



Nýlegt á Vísi
Stjörnuspá
04. apríl 2025
Þér tekst eitthvað sem þú hefur lengi verið að velta fyrir þér að gera. Gættu þess að fara vandlega yfir smáatriði er varða viðskipti.

Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni
Hagfræðingur og greinandi segir alveg ljóst að nýir tollar Bandaríkjastjórnar hafi skapað óvissu á mörkuðum. Verðfall varð á Wall Street við opnun markaða í morgun og Kauphöllin var rauð. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum
Kaupsýslumaður frá Georgíu er á leiðinni á bak við luktar dyr í langan tíma eftir að hann var dæmdur sekur um að svindla NBA leikmönnunum Dwight Howard og Chandler Parsons, sem báðir voru stórar stjörnur í deildinni á sínum tíma.

Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina
Í þáttunum Tilbrigði um fegurð sem fór í loftið á Stöð 2 í síðustu viku er fylgst með lífi Viktors Heiðdal Andersen sem er betur þekktur sem aðgerðadrengurinn.

Stýrir fyrsta leik gegn bróður sínum
Magnús Már Einarsson mun stýra fyrsta leik Aftureldingar í efstu deild á morgun. Verkefnið er ærið gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks en þar stendur bróðir hans Anton Ari á milli stanganna. Móðir þeirra mun fylgjast spennt með úr stúkunni.

Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Fjöldi kínverskra ferðamanna sem heimsækir Ísland á hverju ári nálgast óðfluga hundrað þúsund talsins. Vonir standa til að beint flug hefjist á milli landanna innan næstu tveggja ára.

Sífellt erfiðara fyrir almenning að eignast þak yfir höfuðið
Á síðustu 15 árum hafa aðgerðir og aðgerðarleysi yfirvalda torveldað venjulegu fólki að eignast húsnæði. Markmið yfirvalda hefur ekki verið að þrengja að möguleikum fólks til að eignast þak yfir höfuðið heldur hafa önnur markmið ráðið för án þess að huga að áhrifum þeirra á húsnæðismarkaðinn. Með því að herða útlánareglur til íbúðakaupa, takmarka lóðaúthlutanir og þyngja regluverk skipulagsmála er svo komið að sveitarfélög ráða ekki við að uppfylla skyldur sínar um að tryggja nægt framboð á húsnæði. Þessi staða hefur skapað íbúðaskort og hækkað verð fasteigna langt umfram annað verðlag, sem síðan ýtir upp vöxtum á íbúðlánum. Afleiðingin er að íbúðaskortur eykst, húsnæðisliður viðheldur hárri verðbólgu og launafólk ræður ekki við að kaupa sína fyrstu eign.

Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum
„Ein besta fermingargjöfin sem völ er á að mínu mati er hlý og vönduð sæng,“ segir Anna Bára Ólafsdóttir, eigandi Dún og fiður, sem er staðsett á Laugavegi 86 í Reykjavík.