Fréttir

Segir Vinstri græn hafa gert brott­hvarf sitt að skil­yrði

Jón Gunnars­son, fyrr­verandi dóms­mála­ráð­herra, segir að þing­menn og ráð­herrar Vinstri grænna hafi gert kröfu um það að hann viki úr ríkis­stjórn gegn því að verja hann gegn van­trausts­til­lögu sem lögð var fram á þingi í vor. Hann segist ekki ætla að vera með­sekur með Svan­dísi Svavars­dóttur, mat­væla­ráð­herra í hval­veiði­málinu og telur hana hafa gerst brot­lega við lög.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óskars­verð­launa­leik­konan Hillary Swank er meðal leikara og fram­leið­enda í Hollywood sem ætla að snið­ganga Ís­land sem mögu­legan töku­stað banni ís­lensk stjórn­völd ekki hval­veiðar til fram­búðar. Baltasar Kormákur segir það skelfi­legt fyrir ís­lenskan kvik­mynda­iðnað verði af snið­göngunni.

Innlent

Ljós­leiðara­strengur í sundur

Slit urðu á ljós­leiðara­streng í Vatns­mýri í Reykja­vík og getur það valdið net­leysi eða truflunum hjá hluta borgar­búa. Ekki hefur náðst í for­svars­menn Ljós­leiðarans vegna málsins.

Innlent

Hvorki pirraður nágranni né hrekkjóttur unglingur

Listamaðurinn Curver Thoroddsen hefur eignast nýjan vin eftir leystist farsællega úr óvæntri uppákomu á Hamraborgarhátíðinni í Kópavogi. Það sem talið var hafa verið skemmdarverk pirraðs nágranna reyndist hafa verið umsjónarmaður húsnæðisins að vinna vinnuna sína.

Innlent

Pútín og Kim sagðir skiptast á bréfum

Yfirvöld í Bandaríkjunum segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa skipst á bréfum. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði frá því í dag að Bandaríkjamenn hefðu komist á snoðir um þessar bréfasendingar og eru þær sagðar byggja á fyrri samskiptum milli ríkjanna.

Erlent

Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum

Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. 

Innlent

Til­kynntum nauðgunum fækkar um 36 prósent

Lögreglan skráði tilkynningar um 79 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2023, sem samsvarar 36 prósent fækkun frá síðasta ári.  Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fækkaði skráðum nauðgunum um tuttugu prósent.  Að meðaltali eru núna skráðar tilkynningar um þrettán nauðganir á mánuði hjá lögreglunni.

Innlent

Svara ekki hvort starfs­fólki ráðu­neyta fækki

Óvíst er hvort að starfsfólki ráðuneyta fækki í niðurskurðaráætlunum ríkisstjórnarinnar. Rúmlega 700 manns starfa nú í ráðuneytunum, sem hafa aldrei verið fleiri og allir ráðherrar komnir með tvo aðstoðarmenn.

Innlent

Reyna að stöðva leið­angur að flaki Títaniks

Bandarísk stjórnvöld reyna nú að koma í veg fyrir fyrirhugaðan leiðangur sem er ætlað að safna munum úr flaki Títaniks á botni Norður-Atlantshafsins. Þau telja að skilgreina skuli flakið sem helgan grafreit.

Erlent

Svan­dís greinir frá á­kvörðun um hval­veiðar á Egils­stöðum

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ætlar að greina frá ákvörðun sinni varðandi framhald hvalveiða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun. Þetta staðfestir Dúi Landmark upplýsingafulltrúi í matvælaráðuneytinu. Um er að ræða sumarfund ríkisstjórnarinnar sem fer fram á Egilsstöðum.

Innlent

Á rétt á upplýsingum varðandi slysið sem varð syni hans að bana

Bandarískur faðir manns sem lést í flugslysi á Þingvallavatni í febrúar 2022 á rétt á upplýsingum um flugmann vélarinnar og fyrirtæki hans frá Samgöngustofu. Þetta úrskurðaði úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem vísaði málinu aftur til stofnunarinnar sem hafði áður hafnað beiðni föðurins.

Innlent

Má ekki heita Annamaría

Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um leyfi til að heita Annamaría að eiginnafni. Nefndin hefur hins vegar samþykkt eiginnöfnin Konstantín, Özur, Aðaley og fleiri.

Innlent

Segir aukningu á lekanda vera á­hyggju­efni

Mikil aukning hefur orðið á greindum tilfellum lekanda hér á landi og segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir það vera áhyggjuefni. Á síðasta ári greindust 158 einstaklingar með lekanda samkvæmt ársskýrslu sóttvarna fyrir síðasta ár.

Innlent

Hermenn handtóku forseta Gabon

Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi.

Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hugsanlegt er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á slaginu tólf.

Innlent

Hugsan­legt að Skaft­ár­hlaup hafi náð há­marki

Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands funda í dag og kanna hvort flóðatoppnum í Skaftárhlaupi sem hófst í gær sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er.

Innlent

Gul viðvörun um helgina

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á stóru hluta landsins á föstudagskvöld og fram eftir degi á laugardaginn. Vissara er fyrir fólk að hugsa að trampólínum í görðum víða um land.

Veður

Skertur opnunar­tími sund­lauga í Ár­borg tekur gildi

Opnunartími Sundhallar Selfoss styttist á föstudaginn þegar aðhaldsaðgerðir sveitarstjórnar Árborgar taka gildi. Sundlaugin á Stokkseyri verður lokuð frá nóvember til mars. Formaður bæjarráðs segist skilja vel að íbúar Árborgar hafi misjafnar skoðanir á aðgerðunum.

Innlent

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Harðir bardagar í suðri

Úkraínskir hermenn hafa náð tiltölulega miklum árangri í Sapórisjíahéraði í suðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum og vikum. Svo virðist sem aukinn hraði hafi færst í framsókn Úkraínumanna nærri bænum Robotyne en Rússar hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva sóknina.

Erlent

Lokanir á fjallvegum vegna hlaup í Skaftá

Lögreglan á Suðurlandi vekur athygli á lokunum á fjallvegum vegna yfirstandandi hlaups í Skaftá. Í tilkynningu segir að staðan sé reglulega metin með sérfræðingum Veðurstofu Íslands og Almannavörnum.

Innlent