Enski boltinn

Missti af rauð­víns­glasi með Sir Alex

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chelsea varð í gær Englandsmeistari fimmta árið í röð undir stjórn Emmu Hayes.
Chelsea varð í gær Englandsmeistari fimmta árið í röð undir stjórn Emmu Hayes. getty/Naomi Baker

Gærdagurinn var sannarlega góður fyrir Emmu Hayes, fráfarandi knattspyrnustjóra Chelsea. Hún missti þó af því að fá sér í glas með sjálfum Sir Alex Ferguson.

Chelsea tryggði sér Englandsmeistaratitilinn með 0-6 sigri á Manchester United á Old Trafford í gær. Þetta var síðasti leikur Chelsea undir stjórn Hayes en hún er að fara að taka við bandaríska landsliðinu.

Ferguson var á leiknum í gær og sá sitt lið tapa stórt. Þau Hayes tala reglulega saman og hann ætlaði að hitta Hayes eftir leikinn en það gekk ekki eftir.

„Ég missti af því að fá mér í glas með Sir Alex því ég fagnaði of mikið,“ sagði Hayes.

„Hann beið eftir mér og ég er alveg í rusli en hann hringdi í mig áður en ég kom. Afsakaðu þetta, Sir Alex. Ég hlakkaði mikið til að fá mér rauðvínsglasið!“

Hayes stýrði Chelsea í tólf ár. Á þeim tíma vann liðið Englandsmeistaratitilinn sjö sinnum og bikarmeistaratitilinn fimm sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×