Innlent

Ósk um handtökuheimild og deilur um Erfða­greiningu

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12. vísir

Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur óskað eftir handtökuheimild á hendur Benjamín Nethanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoan Gallant, varnarmálaráðherra landsins á grundvelli saka um stríðsglæpi. Dómstóllinn vill einnig handtaka þrjá leiðtoga Hamas samtakanna.

Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum.

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra segist aðeins hafa staðið með sóttvarnarlækni í deilum Persónuverndar og Íslenskrar erfðagreiningar í miðjum faraldri. Hún hafi á engan hátt hlutast til um ákvörðun Persónuverndar.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 20. maí 2024


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×