Skattar og tollar

Fréttamynd

Þor­gerður Katrín bregst við gagn­rýni: „Þessi leiðu mis­tök breyta hins vegar ekki stóru myndinni“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar viðurkennir að hafa ranglega sagt formann Samtaka fyrirtækja í landbúnaði og aðstoðarforstjóra Kaupfélags Skagfirðinga vera heiðursræðismann Rússa á Íslandi. Um er að ræða forstöðumann kjötafurðarstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga sem samhliða störfum sínum fyrir Kaupfélagið er heiðursræðismaður Rússlands hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu

Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna.

Innlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherra segir lítinn sóma af niðurstöðu Alþingis

Utanríkisráðherra segir ekki mikinn sóma af því að Alþingi hafi ekki framlengt niðurfellingu tolla á innflutningi landbúnaðarvöru frá Úkraínu. Þetta hafi verið mikilvægur stuðningur við Úkraínu sem reki efnahagskerfi sitt núna á þrjátíu prósenta afköstum.

Innlent
Fréttamynd

Erum við svona smá?

Úkraínska þjóðin berst fyrir lífi sínu og tilverurétti. Daglega berast fréttir af hörðum bardögum og mannfalli í stríðinu við Rússland, árásum Rússa á íbúðahverfi í borgum landsins og nú síðast af því að þúsundir manna hafi þurft að flýja heimili sín eftir að Rússar sprengdu stíflu í austurhluta landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Vissu­lega lítið vit í slíkum samningi

„Það væri mjög lítið vit í samningi sem drægi úr aðgengi íslenzkra neytenda að matvörum á hagstæðu verði.“ Þessi ummæli lét Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), falla í aðsendri grein sem birtist í Viðskiptablaðinu ekki alls fyrir löngu og má sannarlega taka undir þau orð.

Skoðun
Fréttamynd

Hvert fer út­svarið mitt?

Okkur hjónin hafði lengi dreymt um að komast í sveitakyrrðina og svo árið 2016 létum við vaða. Við seldum íbúðina í bænum og fluttum í frístundahúsið okkar. Leiðin var löng. Það þurfti að finna lóð, byggja, huga að fjármálum við starfslok og fleira. En á endanum tókst þetta og nú erum við búin að vera hér í Grímsnes og Grafningshreppi í 7 ár.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­stak­lingur eða Ein­stak­lingur hf – Of­sköttun launa­manna

Barátta seðlabankastjóra við verðbólguna er nú í brennidepli. Karpað er um hverjar orsakir verðbólgunnar eru en gjarnan koma laun og hagnaður fyrirtækja við sögu í umræðunni. Önnur hliðstæð umræða sem á sér reglulega stað er svo hvernig skattkerfið skattleggur launatekjur og fjármagnstekjur mismunandi.

Skoðun
Fréttamynd

Lýð­heilsu fórnað fyrir inn­flutning

Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru flutt inn rúm 200 tonn af úkraínsku kjúklingakjöti til Íslands, íslenskir kjúklingabændur hafa gagnrýnt innflutninginn vegna áhrifa á sölu íslensks kjúklings. Innflutningur á samskonar kjöti frá Úkraínu var í kringum 80 tonn á síðasta ári.

Skoðun
Fréttamynd

Vill strangara eftir­lit með úkraínsku kjöti vegna sýkla­lyfja­ó­næmra baktería

Bráðabirgðaákvæði sem heimilar tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu rennur út í lok morgundagsins. Læknir segir að þó innflutningurinn hafi mikil áhrif á íslenskan markað megi ekki gleyma lýðheilsusjónarmiðum. Bakteríur, sem meðal annars eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og hafa hingað til verið óþekktar hér á landi, finnist í miklu magni í úkraínsku kjöti.

Innlent
Fréttamynd

Lækka laxeldisskatt í von um að ná þingmeirihluta

Fyrirhugaður auðlindaskattur á laxeldi í Noregi lækkar úr 35 prósentum niður í 25 prósent, samkvæmt samkomulagi sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa náð við tvo smáflokka í því skyni að tryggja meirihlutastuðning við málið í Stórþinginu. Upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að skatturinn yrði 40 prósent af hreinum hagnaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekki í skoðun að hækka skatta þeirra tekju­hærri

Fjármálaráðherra segir ekki mega túlka hlutina þannig að tekjulágir hópar hafi verið skildir eftir þrátt fyrir að aðrir hafi það gott. Ekki sé í skoðun að hækka skatta á tekjuhærra fólk líkt og formaður Eflingar hefur lagt til. 

Innlent
Fréttamynd

Bognar Bjarni undan hagsmunaþrýstingi?

Eftir sex daga, hinn 31. maí, fellur úr gildi bráðabirgðaákvæði í tollalögum, sem fellir niður tolla af öllum vörum frá Úkraínu. Ákvæðið var sett í lög í fyrravor, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem flutti frumvarp um málið.

Skoðun
Fréttamynd

Þrýsta á ráð­herra að endur­nýja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu

Næsta miðvikudag fellur bráðabirgðaákvæði úr gildi um tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu en Alþingi samþykkti ákvæðið síðasta sumar til að styðja við úkraínskt efnahags-og atvinnulíf vegna innrásarstríðs Rússa. Bretland og Evrópusambandið hafa endurnýjað sín ákvæði um niðurfellingu tolla en ekkert hefur enn komið frá fjármálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sér­hags­munir í land­búnaði“

Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn endurmarkar skattahækkanir sem millifærslur

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagðist á sveif með Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, formanni fjárlaganefndar, og öðrum þingmönnum Vinstri grænna þegar hann kallaði eftir skattahækkunum á viðskiptabankana í Silfrinu. Bankarnir skiluðu jú methagnaði upp á samtals 20 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Klinkið
Fréttamynd

Verður reisn yfir stuðningi gestgjafans?

Ísland verður í gestgjafahlutverki á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í mánuðinum. Þar verður aðalumræðuefnið samstaða lýðræðisríkja í Evrópu um áframhaldandi stuðning við Úkraínu í stríðinu við einræðisstjórnina í Moskvu.

Skoðun
Fréttamynd

„Máli réttu hallar hann, hvergi dóma grundar“

Það verður seint sagt að Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), þreytist í hagsmunagæslu fyrir innflutningsaðila og heildsala. Þann 22. apríl sl. birtist grein eftir framkvæmdastjórann sem enn einn slíkur vitnisburður.

Skoðun
Fréttamynd

Að kannast við klúðrið – um pitsu­ost og á­byrgð ráð­herra

Félag atvinnurekenda hefur undanfarið vakið athygli á málsmeðferð yfirvalda, einkum og sér í lagi Skattsins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í máli sem varðar tollflokkun pitsuosts sem blandaður er með jurtaolíu. Málið hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og fulltrúar FA röktu það fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sl. miðvikudag.

Skoðun
Fréttamynd

Tilboð fátæka mannsins

Nýlega steig fram veitingamaður hér í borg og varði hækkanir á vinsælu tilboði á smurðri beyglu með þeim orðum að það kosti að halda dyrunum opnum. Hann áréttaði að launakostnaður hefði hækkað um 32 prósent, MS hefði hækkað sínar vörur um 47 prósent að meðaltali og að rjómaostur, sem er megininnihaldsefnið í tilboðsbeyglunum, hefði einn og sér hækkað um 78 prósent síðan í árdaga tilboðsins.

Skoðun