Fótbolti

Fréttamynd

„Við erum hel­víti seigir“

„Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið sanngjörn úrslit því mér fannst við vera betri,“ byrjaði Óli Valur Ómarsson, leikmaður Stjörnunnar, að segja eftir jafntefli liðsins gegn Fram.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Svein­dís hafði betur gegn Glódísi

Þær Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern Munchen, og Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfburg, mættust í úrslitum þýska bikarsins í dag en leikmenn Wolfsburg lyftu bikarnum í tíunda sinn í röð í lok leiks.

Fótbolti
Fréttamynd

Evrópu­draumur Aston Villa úti

Síðasta von Englendinga um árangur í Evrópukeppni var slegin í rot í kvöld þegar Aston Villa tapaði 2-0 í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar gegn gríska liðinu Olympiacos og samanlagt 6-2.

Fótbolti
Fréttamynd

„Höfum vaxið með hverjum leik“

Edin Terzić, þjálfari Borussia Dortmund, var eðlilega svífandi um á bleiku skýi þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 1-0 sigur sinna manna í París. Dortmund lagði París Saint-Germain samanlagt 2-0 í einvígi liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Dort­mund í úr­slit eftir sigur í París

Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrir og sló París Saint-Germain út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund, sem situr í 5. sæti heima fyrir, vann báða leikina gegn verðandi Frakklandsmeisturum PSG 1-0 og einvígið þar með 2-0. 

Fótbolti
Fréttamynd

Adam hundfúll og Arnar beint í símann

Stöð 2 Sport náði myndum af því þegar þeir Adam Ægir Pálsson og Arnar Grétarsson mættu í búningsklefann á Kópavogsvelli í kjölfarið af því að þeim hafði báðum verið sýndur reisupassinn í leik Vals við Breiðablik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hákon Arnar fékk gult þegar Lil­le henti frá sér unnum leik

Lille er í harðri baráttu um að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en henti frá sér unnum leik og þar með 3. sætinu þegar það tapaði 4-3 á heimavelli fyrir Lyon í frönsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Hákon Arnar Haraldsson spilaði allan lekinn og nældi sér í gult spjald.

Fótbolti
Fréttamynd

Crys­tal Palace lék sér að Man United

Ömurlegt tímabil Manchester United náði enn einum lágpunktinum í kvöld þegar liðið mátti þola 4-0 tap á útivelli gegn Crystal Palace. Palace hafði skorað 45 mörk í 35 leikjum fyrir leik kvöldsins eða tæplega 1,3 að meðaltali í leik.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bæjarar skoði að ráða ten Hag

Bayern München hefur spurst fyrir um Hollendinginn Erik ten Hag, með það fyrir augum að hann taki við félaginu í sumar. Sá hollenski vill ekki ræða málin fyrr en núverandi leiktíð er lokið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég verð að komast til Japan“

Nadía Atladóttir, knattspyrnukona, lögfræðinemi og verslunareigandi, er búsett í Garðabæ ásamt kærasta sínum Arnari Frey Ársælssyni, syni þeirra Marino og hundinum Emmu. Nadía segist spennt fyrir sumrinu þar sem fótboltasenan verður í aðalhlutverki.

Lífið
Fréttamynd

Mið­varða­mar­tröð Man United heldur á­fram

Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Hann missir því af síðustu deildarleikjum Man United og líklega úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá gæti landsliðssæti hans einnig verið í hættu.

Enski boltinn