Forsetakosningar 2024

Fréttamynd

Villir á sér heimildir

Katrín Jakobsdóttir hefur látið af starfi sem forsætisráðherra og formaður Vinstri Grænna og boðið sig fram í embætti forseta sem kjósa skal næsta laugardag, 1. júní.

Skoðun
Fréttamynd

Kald­hæðni Katrínar

Hvar í veröldinni ætli það geti gerst – annars staðar en á Íslandi – að kosningaskrifstofu forsetaframbjóðanda er stýrt af manni sem stjórnar jafnframt fyrirtæki sem sér um skoðanakannanir fyrir þær sömu kosningar?

Skoðun
Fréttamynd

Það á að kjósa með Exi

Sko bókstafnum X ekki með verkfærinu sem er notað til að höggva við, axarsköft eru bönnuð eins og að gera hjarta, broskarl, semja stöku eða strika yfir aðra frambjóðendur, bara eitt nett X á seðillinn TAKK.

Skoðun
Fréttamynd

Það er nú bara þannig með hann Jón...

Það stefnir í spennandi forsetakosningar á Íslandi og ég er búin að ákveða að nota dýrmætt atkvæði mitt til þess að kjósa Jón Gnarr. Ekki eru þó öll búin að gera upp hug sinn og talað er um að "fylgið sé á fleygiferð" og verði jafnvel fram á síðustu stundu, eðlilega, að velja sér forseta er stór ákvörðun sem hefur áhrif á framtíð okkar á margan hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Katrínu sem for­seta.

Embætti forseta Íslands er eftirsótt embætti ef marka má þann fjölda einstaklinga sem hafa áhuga á að sinna því. Ég er einn þeirra fjölmörgu sem gera þurfa upp hug sinn og velja á milli hæfra einstaklinga. Það sem ég legg til grundvallar mati mínu á frambjóðendum er ekki flókið, lífshlaup og reynsla er eitt, framkoma og orðspor er annað.

Skoðun
Fréttamynd

Halla les fólk eins og opna bók

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi hefur þann hæfileika að geta, nánast bara við að hitta manneskju, lesið hennar kosti og galla á augabragði.

Innlent
Fréttamynd

Breiðar axlir og stór hjörtu

„Við Strandakonur erum með breiðar axlir og stór hjörtu“. Þetta sagði Halla Tómasdóttir við okkur vinkonurnar þegar við tókum hana tali eftir pallborðsumræður Ungra athafnakvenna, þar sem Halla, ásamt öðrum kvenframbjóðendum svaraði spurningum áhorfenda.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er á­stæðan fyrir því að ég sagði ekki já á stundinni“

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segir það hafa komið sér mest á óvart við forsetaframboðið hve mikið hann hafi þurft að ræða eigið einkalíf. Hann á erfitt með að borða sterkan mat og segir að hann hefði orðið fornleifafræðingur ef hann hefði ekki orðið stjórnmálafræðingur.

Lífið
Fréttamynd

„Er búinn að blokka 237 mann­eskjur á tíu dögum“

Bubbi Morthens kveðst hafa lokað á, eða „blokkað“, 237 manns á samfélagsmiðlum eftir að hann lýsti yfir stuðningi með Katrínu Jakobsdóttir forsetaframbjóðanda. Hann segir kosningabaráttuna, sem eigi að vera gleðileg uppákoma, hafa breyst í skotgrafahernað. 

Innlent
Fréttamynd

Halla Hrund fyrir fram­tíðina

Í aðdraganda forsetakosninganna 2024 er ánægjulegt að sjá hve margir frambærilegir einstaklingar hafa stigið fram og lýst áhuga á þessu mikilvæga embætti. Baráttan um fyrsta sætið hefur harðnað þegar nær degur kjördegi og virðist mjótt á munum með þeim sem skipa efstu sæti í nýjustu skoðanakönnunum. Ég fann fyrir valkvíða – eins og margir – því þó að embætti forseta Íslands sé ekki valdamesta embætti landsins, þá er mikilvægt að það sé skipað manneskju sem hefur áunnið sér traust og virðingu þjóðarinnar og er verðugur fulltrúi hennar erlendis.

Skoðun
Fréttamynd

Halla Tómas­dóttir og Sólskinsdrengurinn

Það eru svo margar ástæður fyrir því að ég kýs Höllu Tómasdóttur og við fjölskyldan öll. Ein sú helsta er einhverfi og fatlaði gullmolinn okkar, Þorkell Skúli Þorsteinsson, sem þjóðin kannski þekkir betur sem Sólskinsdrenginn.

Skoðun
Fréttamynd

Taktík. - Fyrir fegurðina og lýð­ræðið

Í núverandi stjórnarskrá er ekki gert ráð fyrir að kjörinn forseti þurfi meirihluta stuðning kjósenda. Hinsvegar í nýrri stjórnarskrá er gert ráð fyrir því að nái engin frambjóðenda meirihluta þá verði seinni umferð kosninga þar sem kosið er á milli tveggja efstu frambjóðenda úr fyrri umferð.

Skoðun
Fréttamynd

Þess vegna er Halla Hrund efst

Þegar Halla Hrund tilkynnti framboð sitt, skaust hún upp í skoðanakönnunum og situr enn hæst. Hún er því besti kostur okkar til að fá forseta sem kemur úr röðum almennings. Hún er góður kostur fyrir margar sakir og framboð hennar á sér svipaða upprunarsögu og framboð tveggja frábærra forseta, Vigdísar og Guðna.

Skoðun
Fréttamynd

Forsetakosning, auð­lindir í þágu al­mennings

Í baráttu um forsetakjör hefur Halla Hrund Logadóttir lagt sérstaka áherslu á mikilvægi auðlinda. Út frá sinni sérþekkingu á því sviði segir hún auðlindir skipta hvað mestu máli fyrir afkomu þjóðar og framtíð landsins. Góðu heilli hefur umræða nú tendrast um þau mikilvægu málefni.

Skoðun
Fréttamynd

Halla Tómas­dóttir lætur verkin tala

Á lokaspretti kosningabaráttunnar, sem virðist ætla að verða ein sú mest spennandi í manna minnum, þá vil ég vekja athygli á þeim frábæru kostum sem vinkona mín, Halla Tómasdóttir, hefur til að bera.

Skoðun
Fréttamynd

For­seta­kosningar: Menningar­legt for­ræði fjórða valdsins

Með orðræðugreiningu leitast menn við að greina undirliggjandi merkingu texta og myndmáls. Edward W. Said beitti henni til dæmis við að varpa ljósi á svokallað menningarlegt forræði og hvernig aldagömul menning Austurlanda var túlkuð út frá vestrænum viðmiðum. Í gegnum menningarlegt forræði nýtir sá er valdið hefur (rétttrúnaðarelítan) stöðu sína til að laga hlutina að eigin normum og gildum.

Skoðun
Fréttamynd

Hver á að vera minn for­seti?

Það er margt sem að við unga fólkið þurfum að hugsa um þegar viðkemur framtíðinni. Hvað langar mig að vinna við? hvaða banki er með bestu sparnaðarleiðina? Hvenær kemur lakkrís skólajógúrtið aftur? Allt þetta og meira þurfum við að pæla í og kynna okkur vel og vandlega en samt pælum við ekki jafn mikið og aðrar kynslóðir um hver á að vera næsti forseti Íslands. Já hver á að verða næsti forseti? Hver endurspeglar okkar gildi og tengir við þau málefni sem við brennum fyrir? Jón Gnarr er augljósi kosturinn fyrir unga fólkið og sá frambjóðandi sem að við þekkjum allra best.

Skoðun
Fréttamynd

Ræddu loka­sprett æsi­spennandi kosninga­bar­áttu

Við siglum nú inn í síðustu vikuna fyrir forsetakosningar og kosningabaráttan er í algleymingi. Við fáum öflugt teymi samfélagsrýna til okkar í Pallborðið á Vísi í dag og förum yfir sviðið í beinni útsendingu klukkan 14.

Innlent
Fréttamynd

Halla Hrund – með víð­tæka þekkingu á á­skorunum sam­tímans

Af öllum frambjóðendum til embættis forseta Íslands hefur Halla Hrund bestu menntunina, þekkinguna og reynsluna til að takast á við og vekja máls á áskorunum samtímans. Hvort sem um er að ræða alþjóðasamskipti eða málefni sem tengjast náttúruvernd, sjálfbærri nýtingu auðlinda, loftslagsvandanum, orkuskiptum eða forgangsröðun auðlinda og orku til almennings þá hefur Halla Hrund bestu undirstöðuna til að geta sinnt embættinu með sóma fyrir alla landsmenn. Þess vegna er Halla Hrund minn forsetaframbjóðandi.

Skoðun