Innlent

Einn í gæsluvarðhald en öðrum sleppt

Annar mannanna, sem handtekinn var í tengslum við mannslát í Drangahrauni í Hafnarfirði í dag, var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Hinn maðurinn sem var handtekinn er laus úr haldi lögreglu.

Innlent

Rúta föst í Krossá

Rúta er föst í miðri Krossá. Straumur árinnar er sem stendur of mikill til að hægt sé að koma henni úr ánni, að sögn skálavarðar í Þórsmörk, en reynt verður á ný í kvöld.

Innlent

Á­fengis­málin ekki einka­mál eins ráðu­neytis

Forsætisráðherra segir að ræða þurfi áfengismálin á mun breiðari grundvelli en einungis innan veggja eins ráðuneytis. Hún sjálf sé á meðal þeirra ráðherra sem hafi komið í veg fyrir áfengisfrumvörp hafi verið afgreidd út úr ríkisstjórn.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um mannslát í Hafnarfirði, en tveir menn voru handteknir í morgun eftir að sá þriðji fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði.

Innlent

Hættir vegna breytinga og fær laun í heilt ár

Ólafur Kjartansson, fráfarandi framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, fær greidd laun í tólf mánuði eftir starfslok. Starfslok hans eru ekki sögð tengjast umfjöllun um skakkaföll í endurvinnslu drykkjarferna.

Innlent

Helmingur kúabúa landsins eru með róbót

Mjólkurróbótar njóta sífellt meiri vinsælda í fjósum landsins en af þeim 480 kúabúum, sem eru í landinu er helmingur þeirra með róbót. Nýr róbót kostar um tuttugu og fimm milljónir króna.

Innlent

Trudeau til Vestmannaeyja

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, verður sérstakur gestur sumarfundar forsætisráðherra Norðurlandanna sem verður haldinn í Vestmannaeyjum 25. til 26. júní næstkomandi.

Innlent

Ung­menni til vand­ræða í Kópa­vogi

Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Meðal 97 skráðra mála voru tvö atvik þar sem ungmenni voru til vandræða við skóla í Kópavogi og/eða Breiðholti.

Innlent

Segir Icelandair hvorki bótaskylt né ábyrgt fyrir árekstrinum

Flugrekstrarstjóri segir halla á Icelandair í skýrslu um árekstur sem flugvél félagsins lenti í á Heathrow í fyrra. Óskýru verklagi flugvallarins og samskiptaleysi milli starfsmanna hans sé um að sakast. Korean Air sé bótaskylt í málinu af því flugvél Icelandair var kyrrstæð.

Innlent

Fótbrotin kona sótt að gosstöðvum við Fagrafell

Síðdegis í dag var björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík kölluð út vegna konu sem hafði dottið og fótbrotnað á gönguleiðinni að gosstöðvunum við Fagrafell. Vegna langs biðtíma eftir þyrlu var konan ferjuð niður af fjallinu á óvenjulegan máta.

Innlent

Umhverfisráðherra segir Íslendinga ekki geta beðið eftir grænni orku

Umhverfis- og orkumálaráðherra segir útilokað að bíða með öflun grænnar orku á Íslandi ef Íslendingar ætli að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Nú verði kannað hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar og það megi ekki taka langan tíma. Laga þurfi umsóknarferli vegna virkjana án þess að gefa eftir í umhverfismálum.

Innlent

Gæslu­varð­hald fram­lengt um tvær vikur

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í dag karlmann, sem er grunaður um að hafa orðið 29 ára konu að bana á Selfossi, í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald. Bæði lögregla og maðurinn hafa kært úrskurðinn til Landsréttar.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar verður rætt við Guðlaug Þór Þórðarson umhverfisráðherra, um horfur í máli Hvammsvirkjunar, sem nú er í uppnámi eftir að virkjanaleyfi var fellt úr gildi. Ráðherra segir að skoða þurfi hvað fór úrskeiðis við virkjanaleyfið og að það megi ekki taka langan tíma. Útilokað sé að bíða með öflun grænnar orku hér á landi ef Ísland ætli að ná loftslagsmarkmiðum sínum.

Innlent