Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar forsetakosningum sem fram fara 1. júní 2024.

Fréttamynd

Halla Tómas­dóttir fyrir okkur unga fólkið

1.júní mun ég kjósa í fyrsta skipti forseta Íslands. Áhugi minn var lítill í upphafi þar sem ég hafði ekki sett mig inn í hvað hlutverk forseta er í raun en foreldrar mínir skoruðu á mig að kynna mér frambjóðendurna og mæltu sérstaklega með Höllu Tómasdóttur.

Skoðun
Fréttamynd

Ætlar auð­valdinu loks að takast að ráða í for­seta­em­bættið?

Nú eru blikur á lofti. Samkvæmt skoðanakönnunum undanfarið þá verður það þó æ ljósara hvernig veður eru að skipast í lofti. Fjórir framjóðendur skera sig úr og hafa öll að einni undanskilinni á einhverjum tímapunkti skorað hæst í skoðanakönnunum frá því að baráttan hófst. Undantekningin er Halla Tómasdóttir, hún hefur ekki og á það líklega ekki eftir í þessari kosningabaráttu að skora hæst. Katrín Jakobsdóttir hefur undanfarið sótt í sig veðrið og er nú marktækt yfir hinum frambjóðendunum og á meðan dreifingin er svona mikil er erfitt að sjá að þar verði breyting á.

Skoðun
Fréttamynd

Ég kýs Katrínu!

Forsetakosningar eru ekkert þýðingarlaust léttmeti eins og sumir gefa í skyn. Mér finnst það stórmál hver velst í hlutverk forseta Íslands. Þó forsetinn sé valdalítill, þá er hann áhrifamikill. Hann er tákn og fulltrúi þjóðarinnar bæði inn á við og ekki síður út á við og hefur mikil áhrif á ímynd landsins meðal þjóða heims. Því er mikilvægt að í hlutverkið veljist einstaklingur sem við Íslendingar getum verið stolt af, hvar sem er og hvenær sem er.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur allt til brunns að bera

Ég ákvað fyrir þessar forsetakosningar að kynna mér allar hliðar á öllum frambjóðendum, hlusta, lesa og skoða með opnum hug. Ég var ekki að rýna sérstaklega í þeirra persónulegu skoðanir heldur einfaldlega hæfni þeirra til þess að gegna forsetaembættinu.

Skoðun
Fréttamynd

Brjótum heimsblað!

Kosningabaráttan hefur verið býsna skemmtileg og bara nokkuð kærkomin þetta vorið, þar sem þjóðin varð af sínu árlega Júró-fári. Óneitanlega hefur þó eitt framboðið yfirskyggt umræðuna, enda í fyrsta sinn sem ráðherra sitjandi ríkisstjórnar fer í forsetaframboð. Hefur þetta skapað heitar umræður víða og heyrst hefur af fjölskyldum þar sem systkyni talast ekki lengur við, vinir rífast á götum úti og hálfleikskaffið í Bestu deildinni frussast á ranga staði. “Hún er hæf en þetta er ekki við hæfi,” kvað fyrrum kvennaframboðskona. Ófáum landsmönnum ofbýður sannarlega að sjá pólitíska valdið, peningavaldið og menningarvaldið fallast svo ljúft í faðma.

Skoðun
Fréttamynd

Kjósum for­seta sem við treystum

Nú styttist í að við fáum að kjósa okkur forseta. Það eru ekki sjálfgefin réttindi, þar sem lýðræði á víða um heim undir högg að sækja. Við þurfum að vanda valið og kjósa til forseta þann frambjóðanda sem við treystum best til að vera styrk stoð þegar á bjátar, sterkur málsvari þeirra gilda sem við sem þjóð teljum mikilvæg og talmaður þeirra á Íslandi og erlendis.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæði eða fall?

Þann 1. júní næstkomandi kjósum við okkur forseta. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að velja í stólinn sterkan einstakling sem talar skýrt og óhikað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir afsal íslenskra auðlinda. 

Skoðun
Fréttamynd

Afturbatapíka í skil­greiningu HKL

Það þekkja eflaust margir til skilgreiningar Halldórs Kiljans á nafnorðinu afturbatapíka, en til upprifjunar fyrir þá sem ekki þekkja til er skilgreining hans á þá leið að stúlka, sem hefur látið fallerast, öðlist aftur meydóminn eftir sjö ára karlabindindi.

Skoðun
Fréttamynd

Ástþór eyðir lang­mestu

Ástþór Magnússon hefur eytt langmestu allra forsetaframbjóðenda í auglýsingar á samfélagsmiðlum síðustur níutíu daga, 7,8 milljónum króna. Næst á eftir honum er Halla Hrund Logadóttir með aðeins 520 þúsund krónur. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, er með flesta fylgjendur á Instagram, ríflega 36 þúsund, en Katrín Jakobsdóttir fylgir henni fast á hæla með ríflega 34 þúsund. Jón Gnarr er með flesta fylgjendur á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Ó, vakna þú mín Þyrni­rós!

Ég er í raun mjög hissa á þeim fjölmörgu fylgjendum og yfirlýstum stöðföstu kjósendum fyrrverandi Forsætisráðherra, sem keppast um að mæra hana og tala um að hún hafi staðið sig svo vel í því hlutverki. En gerði hún það í raun og veru? Á hún skilið það traust sem hún leitast eftir til þess að verð næsti Forseti landsins?

Skoðun
Fréttamynd

Kryddum til­veruna í skrautbúning

Mér er minnisstæð mynd af Guðrúnu Katrínu þar sem hún situr í þjóðbúningnum eftir að Ólafur Ragnar var kosinn forseti, hún var einstök kona og við deilum því saman að vera ljón fæddar þann 12. og 14. ágúst. Þjóðbúningurinn hafði sterk áhrif á mig unga og nú í tilefni framboðsins langaði mig að prófa að klæðast honum.

Skoðun
Fréttamynd

Hví Halla Hrund? – Skyldulesning!

Þó að forseti Íslands hafi takmörkuð bein völd, er hann fulltrúi og ásýnd Íslands og Íslendinga gagnvart umheiminum. Hann á líka að vera sameiningarafl, og svo sameiningartákn, Íslendinga og fulltrúi þjóðarinnar gagnvart Alþingi, framkvæmdarvaldinu og erlendum þjóðum.

Skoðun
Fréttamynd

Kosningalag: Ör­þrifa­ráð eða snilldarútspil?

Frambjóðendur reyna hvað þeir geta til að vekja athygli á sér í aðdraganda kosninga, þegar baráttan fer að harðna. Ein leiðin er að gefa út lag. Tvö slík komu út í síðastliðinni viku en fleiri hafa komið út í gegnum tíðina, með mis góðum árangri. Sum eru ódauðleg en önnur hefðu kannski betur átt að haldast ósamin. 

Lífið
Fréttamynd

Fólk sem ætlar að kjósa gegn Katrínu gæti lent í vand­ræðum

Álitsgjafar segja spennandi kosningabaráttu fram undan nú þegar ein vika er eftir. Frambjóðendur muni þurfa hafa fyrir því að vinna Katrínu. Höllurnar séu að skipta um hlutverk. Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fóru yfir forsetakosningarnar og spáðu í spilin á Sprengisandi í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Já­kvæðni á Bessa­stöðum

Ég bý í góðu og friðsömu landi þar sem lífskjör eru með því besta sem þekkist. Þannig vil ég hafa það áfram og ég hef enga trú á öðru en við Íslendingar stöndum vörð um þá stöðu. En hvers vegna berum við ekki alltaf höfuðið hátt, stolt og glöð yfir árangrinum og einbeitt að halda áfram á sömu braut?

Skoðun
Fréttamynd

Ég styð Baldur sem næsta for­seta!

Ég var mjög ánægður með að Baldur Þórhallsson bauð sig fram til embættis forseta Íslands í komandi forsetakosningu. Í þeim kosningum eru margir hæfir frambjóðendur. Að mínu mati er Baldur sá frambjóðandi sem er hæfastur til að vera forseti og sameina þjóðina.

Skoðun
Fréttamynd

Pólítísk aflúsun

Þar sem ég er á laugardagsmorgni að renna yfir morgunfréttirnar á vefmiðlum landsins sé ég auglýsingu frá einum forsetaframbjóðandanum þar sem hann selur sig út á að hafa aldrei tengst pólitískum öflum. Mér finnst þetta athyglisverð leið til að ná athygli kjósenda og um leið örlítið sorglegt að hún skuli virka. En traustið til stjórnmálanna er laskað og því ekki óvænt að frambjóðandi í fylgisleit reyni að nýta sér það.

Skoðun
Fréttamynd

Að vaxa inn í fram­tíðina

Engin(n) er forsniðin(n) í forsetaembættið. Það er hægt að láta líta svo út, með fáguð svör á reiðum höndum, úr mælskukeppni stjórnmálabaráttunnar sem hefur þynningaráhrif á hugsunina, ellegar úr söluræðum viðskiptalífins sem setur mannlífi þröngar skorður. Það þarf að hyggja að því sem í fólki býr, því þar eru möguleikarnir og vísir að framtíðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Enginn kemst sjálf­krafa í könnunar­hóp Prósents

Framkvæmdastjóri rannsóknafyrirtækisins Prósents segir að þrátt fyrir að boðið sé upp á að fólk skrái sig sjálft í könnunarhóp sem skoðanakannanir eru lagðar fyrir komist enginn þangað inn sjálfkrafa. Möguleikinn sé til staðar til að ná til hópa sem erfitt sé annars fá í hópinn.

Innlent
Fréttamynd

Þrjá­tíu og fimm kíló­metrar í kjör­stað

Mývetningar eru margir hverjir afar ósáttir með tilætlaða framkvæmd forsetakosninga í Þingeyjarsveit. Aðeins einn kjörstaður verður í sveitinni og verður hann í Félagsheimilinu Breiðumýri nálægt Laugum. Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir, íbúi á svæðinu segir segir fólk ekki ánægt.

Innlent
Fréttamynd

A Letter of Encouragement for Voters of Foreign Origin.

I decided to pen an op-ed in English to bridge words of encouragement to voters of foreign origin who maybe are not included in election discourse, due to language. I realize many of us learning Icelandic of a second language are often left out or only partially included.

Skoðun