Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fyrsti takóstaðurinn sem fær Michelin-stjörnu

Mexíkóski takóstaðurinn Tacos El Califa de León í San Rafael hverfinu í Mexíkóborg, hlaut nýverið Michelin-stjörnu, en staðurinn er sextándi veitingastaður landsins sem hlýtur þessa eftirsóttu nafnbót.

Matur
Fréttamynd

Ætlar að gera Grillhúsið að heitasta staðnum í Borgar­nesi

Örvar Bessason er reynslumikill matreiðslumaður til sjós og lands. Hann lærði sjó­kokk­inn fyr­ir um 30 árum og starfaði sem kokk­ur á frysti­tog­ur­um árum sam­an. Þess á milli vann hann á veit­inga­stöðum í landi. Hans næsta verkefni er að gera Grillhúsið í Borgarnesi að heitasta veitinga- og samverustaðnum í Borgarnesi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eig­endur TGI Fridays kaupa Grillhúsið

Helgi Magnús Hermannsson og Jóhannes Birgir Skúlason hafa fest kaup á Grillhúsinu sem rekur veitingastaði á Laugavegi og Sprengisandi í Reykjavík. Þá hefur hópur fjárfesta undir forystu Örvars Bessasonar keypt Grillhúsið í Borgarnesi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sötrað á Kalda í tíu ár

Fullt var út úr dyrum á Kalda bar síðastliðið laugardagskvöld þar sem skálað var fyrir tíu ára afmæli staðarins. Bjórsmakk, jazztónlist og dans var í aðalhlutverki þegar tímamótunum var fagnað í blíðskaparveðri í miðbænum.

Lífið
Fréttamynd

Bassi Maraj og Pat­rekur í svínslegu stuði

Veitingastaðurinn Sæta svínið fagnaði átta ára afmæli sínu miðvikudaginn 10. apríl þar sem tónlist, glimmer, sirkus og svínslegt stuð setti sterkan svip á viðburðinn. Fjöldi gesta mætti og samfögnuðu tímamótunum.

Lífið
Fréttamynd

Dyra­vörður á Hax hand­tekinn

Dyravörður á skemmtistaðnum HAX í miðbæ Reykjavíkur var handtekinn í nótt, grunaður um líkamsárás. Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna málsins en henni barst tilkynning um hugsanlega stunguárás og slagæðablæðingu. Svo reyndist þó ekki vera.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenskur veitinga­staður slær í gegn í Dan­mörku

Fyrir rúmum tveimur árum ákváðu Geir Magnússon og Elín Fjóla Jónsdóttir að rífa sig upp með rótum og flytja búferlum til Danmerkur ásamt fimm börnum. Þau voru ekki með neina fasta vinnu í hendi og renndu blint í sjóinn. Í dag reka þau veitingastaðinn Esja Bistro sem er orðinn þekktur sem „íslenski veitingastaðurinn“ í bænum Hobro á Jótlandi. 

Lífið
Fréttamynd

Gafst ekki upp

Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson gefst ekki upp þó á móti blási. Hann sló í gegn með hönnunarfyrirtæki sínu JÖR sem hann stofnaði ásamt Gunnari Erni Petersen fyrir nokkrum árum.

Lífið