Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Brim­garðar minnka veru­lega stöðu sína í Reitum og Heimum

Brimgarðar, stór einkafjárfestir í öllum skráðu fasteignafélögunum, hefur á undanförnum tveimur mánuðum losað um verulegan hluta af stöðu sinni í Heimum og Reitum samtímis því að fjárfestingafélagið hefur freistað þess að stækka enn frekar við eignarhlut sinn í Eik.

Innherji
Fréttamynd

Hundrað punkta lækkun vaxta myndi hækka virði eigna Heima um 26 milljarða

Stjórnendur Heima munu áfram halda að skoða tækifæri til eignasölu en á árinu hefur félagið selt eignir fyrir um 3,3 milljarða og mun skila þeim fjármunum til hluthafa í gegnum kaup á eigin bréfum. Eftir mikla hækkun á hlutabréfaverði Heima síðustu mánuði er virði hlutafjár núna að nálgast bókfært eigið fé en væntingar um lækkandi vaxtastig ættu að hafa mikil jákvæð áhrif á virðismat fjárfestingareigna og vaxtakostnað fasteignafélaganna.

Innherji
Fréttamynd

Aron selur húsið ári eftir kaupin

Aron Pálmarsson, handboltakappi og fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, hefur sett hús sitt við Stekkjarberg í Hafnarfirði á sölu. Ásett verð er 142,8 milljónir. Aron er á leið til Ungverjalands þar sem hann mun spila með ungverska stórliðinu Veszprém.

Lífið
Fréttamynd

Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 í­búð

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur lokið mati á umsóknum sem bárust um hlutdeildarlán í október og samþykkt umsóknir til kaupa á 61 íbúð. Heildarfjárhæð lánanna nam 796,5 milljónum króna, en 800 milljónir króna voru til úthlutunar í mánuðinum. Umframeftirspurn nam rúmum milljarði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glæsihús um­vafið ó­snortnu hrauni

Við Mosprýði í Garðabæ er að finna glæsilegt parhús sem stendur á fallegri náttúrulóð, umvafin ósnortnu hrauni. Um er að ræða 345 fermetra hús á þremur pöllum sem þykir með þeim glæsilegri.

Lífið
Fréttamynd

Gullmoli í Giljalandi

Við Giljaland í Fossvogsdal er finna fallegt 235 fermetra raðhús. Húsið var byggt árið 1968 og teiknað af Kjartani Sveinssyni. Ásett verð er 172 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Telur „tölu­verða“ orð­spors­á­hættu fyrir Eik að fara í út­leigu á í­búðar­hús­næði

Stjórn Eikar telur að gengið í yfirtökutilboði Langasjávar í allt hlutafé fyrirtækisins sé of lágt, meðal annars á grundvelli greininga frá óháðum aðilum sem verðmeta það á tugprósenta hærra verði, enda þótt það sé „nokkur samhljómur“ í áformum fjárfestingafélagsins og Eikar. Stjórnin leggst gegn hugmyndum um að Eik fari í útleigu húsnæðis til almennings en arðsemi ef slíkri starfsemi sé „mun lægri“ og henni fylgi orðsporsáhætta sem gæti dregið úr áhuga sumra fjárfesta á félaginu.

Innherji
Fréttamynd

Nýir aðilar ráðast í upp­byggingu Vesturbugtar

Reykjavíkurborg hefur gengið til samninga við M3 fasteignaþróun um uppbyggingu tæplega 200 íbúða í Vesturbugt við Slippinn í Reykjavík. Félagið greiðir samanlagt um 3,2 milljarða króna fyrir byggingaréttinn og gatnagerðargjöld.

Innlent
Fréttamynd

Loks opnað fyrir um­sóknir um hlutdeildarlán

Opnað hefur verið að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa til boða fyrir fyrstu kaupendur og þau sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gerður Huld seldi húsið á 239 milljónir

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, seldi einbýlishús sitt við Þrymsali 1 í Kópavogi á dögunum. Um er að ræða 404 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2008.

Lífið
Fréttamynd

Hlý­legt ein­býli úr smiðju Rutar Kára

Við Ljósaberg í Hafnarfirði er að finna fallegt 207 fermetra einbýlishús einni hæð. Húsið var byggt árið 1984 og hefur síðan þá nánast allt verið endurnýjað. Rut Káradóttir innanhúsarkitekt endurhannaði húsið að innan árið 2021 þar sem hugsað hefur verið út í hvert einasta smáatriði. 

Lífið
Fréttamynd

Lækkar verð­mat sitt á Eik en er samt tals­vert yfir til­boðs­verði Langa­sjávar

Dekkri rekstraráætlun og lakari sjóðstaða þýðir að verðmatsgengi á Eik hefur verið lækkað nokkuð frá fyrra mati, samkvæmt nýrri hlutabréfagreiningu, en þrátt fyrir það er fasteignafélagið metið á tugprósenta hærra verði borið saman við gildandi yfirtökutilboð Langasjávar í alla útistandandi hluti. Hlutabréfaverð Eikar hækkaði skarpt í Kauphöllinni í dag og er núna um tíu prósentum yfir tilboðsverði fjárfestingafélagsins.

Innherji
Fréttamynd

Hús­næðis­verð og þyngdar­afl launa

Grindavíkuráhrifin eru að fjara út, sölutími eigna er að byrjaður að lengjast aftur og eignum til sölu fjölgar. Útlit er því fyrir að hægja taki á húsnæðisverðshækkunum og framundan séu mjög hóflegar nafnverðshækkanir, að mati hagfræðings.

Umræðan
Fréttamynd

Íris Ósk selur tryllt hönnunarhús

Íris Ósk Valþórsdóttir vörumerkjastjóri Vaxa hefur sett einstakt hönnunarhús sitt við Birkihæð í Garðabæ á sölu. Húsið var byggt árið 1991 og teiknað af Baldri Svavarssyni arkitekt. Ásett verð er 248 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Engar efndir hjá Einari

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, ætlar að reynast pólitískt þynnildi í húsnæðismálum. Samkvæmt nýlegri íbúðatalningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) hefur íbúðum í byggingu fækkað nokkuð í Reykjavík.

Innherji