Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bashar Murad kemur fram á enda­lokum LungA

Listahátíðin LungA verður haldin í síðasta sinn í sumar, 15. - 21. júlí, á Seyðisfirði en 24 ár eru liðin frá því að hún var fyrst haldin. Hátíðin hefur tilkynnt flesta tónlistarmenn sem fram koma í ár en þar á meðal verður palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad sem vakti mikla athygli í Söngvakeppninni í ár.

Tónlist
Fréttamynd

„Við ætlum bók­staf­lega að rífa þakið af húsinu“

Mínusmenn blása til útgáfuveislu næstkomandi fimmtudag í plötuversluninni Smekkleysu í tilefni af endurútgáfu platnanna Halldór Laxness og Jesus Christ. Sveitin mun troða upp ásamt amerísku rokksveitinni The Messthetics ásamt tveimur meðlimum goðsagnakenndu sveitarinnar Fugazi.

Tónlist
Fréttamynd

Kosningalag: Ör­þrifa­ráð eða snilldarútspil?

Frambjóðendur reyna hvað þeir geta til að vekja athygli á sér í aðdraganda kosninga, þegar baráttan fer að harðna. Ein leiðin er að gefa út lag. Tvö slík komu út í síðastliðinni viku en fleiri hafa komið út í gegnum tíðina, með mis góðum árangri. Sum eru ódauðleg en önnur hefðu kannski betur átt að haldast ósamin. 

Lífið
Fréttamynd

Anora hlaut Gullpálmann í ár

Kvikmyndin Anora undir leikstjórn Sean Baker hlaut Gullpálmann á kvikmyndahatíðinni í Cannes í gær. Myndin er gríndrama sem fjallar um unga fatafellu í New York sem á í ástarsambandi við son rússnesks auðjöfurs.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tón­leikum Nicki Minaj af­lýst vegna fíkniefnahandtöku

Tilætluðum tónleikum rappstjörnunnar Nicki Minaj í Manchester í gær var aflýst vegna óvæntrar handtöku stjörnunnar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Hún var handtekin vegna gruns um að vera með fíkniefni undir höndum og var á endanum sektuð og sleppt lausri.

Tónlist
Fréttamynd

Fyrr­verandi Ís­lands­meistari gefur út kántríslagara

Það er töluvert síðan Íslandsmeistarinn fyrrverandi Arnþór Ingi Kristinsson lét að sér kveða inn á fótboltavellinum en hann lætur nú til sín taka á öðrum vettvangi. Hann hefur nefnilega gefið út það sem mætti kalla sumarsmell ársins með félaga sínum frá Akranesi, Bjarka Sigmyndssyni.

Sport
Fréttamynd

Hafnaði beiðni Baldwin um frá­vísun

Dómari við bandarískan dómstól hefur hafnað beiðni leikarans Alec Baldwin um að vísa frá ákæru um manndráp af gáleysi þegar Halyna Hutchins lést vegna voðaskots á tökustað myndarinnar Rust. Baldwin leikskýrði og lék í myndinni og hleypti skotinu af byssunni.

Erlent
Fréttamynd

Balti hélt að Pálmi myndi aldrei mæta

Baltasar Kormákur, leikstjóri kvikmyndarinnar Snerting, lýsir ótrúlegum tilþrifum Egils Ólafssonar, í hlutverki Kristófers í myndinni sem byggir á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Baltasar segist einnig hafa leitað, árangurslaust, logandi ljósi að rétta leikaranum í hlutverk Kristófers á yngri árum. Þegar stungið var upp á syni hans, Pálma Kormáki, hafi hann ekki haft neina trú á að sonurinn myndi hafa nokkurn áhuga.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bæjar­stjórn Garða­bæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi

Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 

Lífið
Fréttamynd

Snerting Egils Ólafs­sonar við lífið og til­veruna

Egill Ólafsson segir mikilvægt að hreyfa sig til að vinna gegn framþróun Parkinson sjúkdómsins. Heimir Már slóst í gönguferð með Agli þar sem þeir ræddu um hlutverk hans í kvikmyndinni Snertingu og allt milli himins og jarðar.

Lífið
Fréttamynd

Styrkja kaup á sér­hönnuðu lista­verki Ólafs Elías­sonar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri undirrituðu í dag samning á milli ráðuneytisins og Vestmanneyjarbæjar sem tryggir verkefnastyrk vegna aðkomu að listaverki eftir Ólaf Elíasson. Styrkurinn hljóðar upp á 50 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Svaraði engu um Affleck

Jennifer Lopez svaraði engu þegar hún var spurð að því á blaðamannafundi hver staðan væri í einkalífi hennar og hvort orðrómurinn um að hún og Ben Affleck séu skilin að sæng væri sannur. Blaðamaður spurði að þessu á blaðamannafundi vegna Atlas, nýrrar Netflix myndar hennar sem verið er að taka upp í Mexíkóborg en horfa má á atvikið neðst í fréttinni.

Lífið
Fréttamynd

Einn stofn­enda Train er látinn

Charlie Colin, bassaleikari og einn stofnanda hljómsveitarinnar Train, er látinn. Hann var 58 ára gamall en hann er sagður hafa látist af slysförum.

Lífið