Skoðun: Forsetakosningar 2024

Fréttamynd

Við eigum skilið Höllu Tómas­dóttur!

Forseta sem er hugrakkur og berst ástríðufullur fyrir betri heimi.Í rúm 20 ár hef ég stutt við leiðtoga í vel á fjórða tug landa. Starf mitt hefur falist í því að stúdera með þeim hvað góður leiðtogi er og í því að vera til staðar fyrir þá þegar þeir vaxa og þroskast í sínu hlutverki. Á þessum tíma hef ég fengið þó nokkra innsýn í helstu persónueiginleika öflugra leiðtoga.

Skoðun
Fréttamynd

Halla Hrund Logadóttir: Framtíðarforseti Ís­lands?

Nú eru spennandi tímar. Í nýjustu skoðanakönnun Prósents fyrir forsetakosningarnar 2024, deilir Halla Hrund Logadóttir efsta sætinu með tveimur öðrum frambjóðendum. Staðan er hins vegar sú að hún stendur þeim framar sem efnilegur valkostur í embætti forseta Íslands. 

Skoðun
Fréttamynd

Kjósum al­vöru for­seta en ekki ó­breytt á­stand

Þeir sem eru fyllilega ánægðir með íslenska stjórnmálamenningu þurfa ekki að lesa lengra. Brýn þörf er á að gefa íslenskum stjórnmálum gula spjaldið. Það verður best gert með því að hefja íslensku stjórnarskrána og forsetaembættið til vegs og virðingar á ný.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæði eða fall?

Þann 1. júní næstkomandi kjósum við okkur forseta. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að velja í stólinn sterkan einstakling sem talar skýrt og óhikað um nauðsyn þess að koma í veg fyrir afsal íslenskra auðlinda. 

Skoðun
Fréttamynd

Afturbatapíka í skil­greiningu HKL

Það þekkja eflaust margir til skilgreiningar Halldórs Kiljans á nafnorðinu afturbatapíka, en til upprifjunar fyrir þá sem ekki þekkja til er skilgreining hans á þá leið að stúlka, sem hefur látið fallerast, öðlist aftur meydóminn eftir sjö ára karlabindindi.

Skoðun
Fréttamynd

Ó, vakna þú mín Þyrni­rós!

Ég er í raun mjög hissa á þeim fjölmörgu fylgjendum og yfirlýstum stöðföstu kjósendum fyrrverandi Forsætisráðherra, sem keppast um að mæra hana og tala um að hún hafi staðið sig svo vel í því hlutverki. En gerði hún það í raun og veru? Á hún skilið það traust sem hún leitast eftir til þess að verð næsti Forseti landsins?

Skoðun
Fréttamynd

Hví Halla Hrund? – Skyldulesning!

Þó að forseti Íslands hafi takmörkuð bein völd, er hann fulltrúi og ásýnd Íslands og Íslendinga gagnvart umheiminum. Hann á líka að vera sameiningarafl, og svo sameiningartákn, Íslendinga og fulltrúi þjóðarinnar gagnvart Alþingi, framkvæmdarvaldinu og erlendum þjóðum.

Skoðun
Fréttamynd

Minn maður mun standa í lappirnar

Halla Hrund Logadóttir er minn maður. Við hljótum að fagna því innilega þegar ung, hæfileikarík og vel menntuð kona gefur kost á sér til embættis forseta Íslands og hefur til þess alla burði.

Skoðun
Fréttamynd

Já­kvæðni á Bessa­stöðum

Ég bý í góðu og friðsömu landi þar sem lífskjör eru með því besta sem þekkist. Þannig vil ég hafa það áfram og ég hef enga trú á öðru en við Íslendingar stöndum vörð um þá stöðu. En hvers vegna berum við ekki alltaf höfuðið hátt, stolt og glöð yfir árangrinum og einbeitt að halda áfram á sömu braut?

Skoðun
Fréttamynd

Ég styð Baldur sem næsta for­seta!

Ég var mjög ánægður með að Baldur Þórhallsson bauð sig fram til embættis forseta Íslands í komandi forsetakosningu. Í þeim kosningum eru margir hæfir frambjóðendur. Að mínu mati er Baldur sá frambjóðandi sem er hæfastur til að vera forseti og sameina þjóðina.

Skoðun
Fréttamynd

A Letter of Encouragement for Voters of Foreign Origin.

I decided to pen an op-ed in English to bridge words of encouragement to voters of foreign origin who maybe are not included in election discourse, due to language. I realize many of us learning Icelandic of a second language are often left out or only partially included.

Skoðun
Fréttamynd

Sameiningaraflið Katrín Jakobs­dóttir

Hinn 1. júní nk. kjósum við sjöunda forseta lýðveldisins. Eins og áður í forsetakosningum standa kjósendur frammi fyrir mörgum góðum – en vissulega þó misgóðum – kostum.

Skoðun
Fréttamynd

Til ó­á­kveðinna kjós­enda

Nú er bara vika til kjördags í forsetakosningum og margir málsmetandi menn, konur og kvár búin að upplýsa almúgann um hvaða frambjóðandi verður svo heppinn að fá þeirra atkvæði.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til for­seta­fram­bjóð­enda

Ég stend frammi fyrir erfiðu vali í komandi forsetakosningum þar sem um marga frambærilega frambjóðendur er að ræða og næsti forseti gæti orðið lykillinn að því að bjarga sameiginlegum eignum og auðlindum þjóðarinnar frá því að verða auðhringjum að bráð.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­metan­leg leið­sögn

Árið 2001 stofnuðum við tveir félagar lítið sprotafyrirtæki, Calidris, með það fyrir augum að selja hugbúnað til flugfélaga, byggt á þörfum sem við höfðum komið auga á í störfum okkar hjá Icelandair. Við urðum þess láns aðnjótandi að fá Höllu Tómasdóttur sem stjórnarformann þegar í upphafi.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjum treystum við fyrir fjör­eggjunum okkar?

Þegar rýnt er í hvað forsetaframbjóðendur koma með að borðinu kemur upp nokkuð önnur mynd en ber hæst í fjölmiðlum. Halla Hrund kemur með menntun og starfsreynslu sem er eins og hönnuð til að gagnast landi og þjóð.

Skoðun
Fréttamynd

Stöndum í lappirnar!

Við sem fylgjum Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda erum kát þessa dagana. Þvílíkur meðbyr og kúvending sem átt hefur sér stað allt frá fyrstu kappræðunum á RÚV.

Skoðun
Fréttamynd

Gjöf sem gefur

Fjölmenn kynslóð eftirstríðsáranna nær nú hefðbundnum eftirlaunaaldri. Meðalaldur og lífslíkur aukast og því fylgja ýmsar breytingar sem huga verður að. Hvernig gerum við eftirlaunaárin innihaldsrík og gefandi? Pabbi varði síðustu árunum sem húsvörður í Sunnuhlíð í Kópavogi. 

Skoðun
Fréttamynd

Vegna hvers kýs ég Katrínu

Í fyrsta lagi vann ég með henni fyrir allmörgum árum í nefnd. Það voru haldnir margir fundir og hún var alltaf undirbúin og tilbúin að ræða málin þótt við værum ósammála. Það var einfaldlega einstaklega gott að vinna með henni og það var auðséð að þarna fór greind kona og vel að sér. Hún var ekki orðin ráðherra þegar þetta var.

Skoðun
Fréttamynd

Verð­mæti Döff kjós­enda

Á kjördag sitja allir við sama borð, ungir sem aldnir, Döff sem heyrandi, ófatlaðir sem fatlaðir. Samfélagið er eitthvað sem við öll mótum og byggjum upp saman. Með atkvæði þínu ertu að hafa áhrif á framtíðina. Þú velur þann flokk sem þér finnst bestur og sem þú telur þjóna hagsmunum þínum og þjóðarinnar best.

Skoðun
Fréttamynd

Af­hverju viltu fá trúð á Bessa­staði?

Ég þekki konu á níræðisaldri sem býr í þjónustuíbúðakjarna fyrir eldri borgara. Á dögunum sat þessi kona að snæða hádegisverð með öðrum konum sem búa í sama húsi og að sjálfsögðu báru forsetakosningarnar á góma. Þegar það kom að minni konu að segja hvern hún hyggst kjósa þann 1. Júní sagði hún Jón Gnarr. Hinar konurnar hváðu og spurðu: Afhverju viltu fá trúð á Bessastaði? Og hún svaraði: Æ af því að hann er svo einlægur eitthvað, fyndinn og góður við dýr og menn. Er það ekki það sem við viljum?

Skoðun
Fréttamynd

Heldur þann besta en þann næst­besta!

Nú dynja á okkur skoðanakannanir og umfjallanir um þær, en fjölmiðlar gera sér mikinn mat úr þeim. Það vonda er að þessar kannanir virðast ætla ýta sumum út í þá vitleysu að kjósa á einhvern hátt taktískt, þ.e.a.s. ekki með einum frambjóðanda, heldur gegn öðrum.

Skoðun
Fréttamynd

Halla Hrund; vörður auð­linda og ný­sköpunar

Í komandi forsetakosningum þurfum við ekki einungis að velja glæsilegan og verðugan fulltrúa og rödd þjóðarinnar; ekki einungis manneskju með djúpan skilning á þjóðlífi og pólitík; heldur er ekki síður mikilvægt að velja einstakling með þekkingu og skilning á auðlindum þjóðarinnar og mikilvægi verndunar og nýtingar þeirra í þágu komandi kynslóða.

Skoðun
Fréttamynd

Halla Hrund, Halla Tómas­dóttir eða Katrín Jakobs­dóttir?

Gunnar Smári og Samstöðin gera þessum forsetakosningum best skil að mínu mati Ég hef m.a. séð viðtölin við Höllu Hrund Logadóttur og Höllu Tómasdóttur. Katrín Jakobsdóttir virðist ekki vilja taka þátt í þessum samtölum á Samstöðinni. Gunnar Smári hefur að mér virðist kosið í þessum viðtölum að lofa frambjóðendum svolítið að eiga þessar stundir með honum á þeirra eigin forsendum og látið okkur áhorfendum um að lesa á milli línanna. 

Skoðun
Fréttamynd

Vonandi endur­tekur sagan sig!

Þriðju forsetakosningarnar fóru fram 1968. Þær mörkuðu ákveðin tímamót. Þar tókust á Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, hámenntaður maður en sléttur og felldur; einn af okkur, almenningi.

Skoðun
Fréttamynd

Kjósum sterkan leið­toga

Fyrir þó nokkrum árum síðan, árið sem ég varð stúdent var ég svo lánsöm að Halla Tómasdóttir var ein af útskriftarhópnum. Eins og gengur þurfti að skipuleggja dimmision, útskriftarferð og aðrar uppákomur og Halla varð fljótt sjálfskipaður leiðtogi hópsins.

Skoðun