Samstarf

Bein út­sending: Opinn kynningar­fundur vegna út­boðs Ís­lands­hótela

Íslandshótel
Fundurinn hefst klukkan 10 og verður í beinu streymi.
Fundurinn hefst klukkan 10 og verður í beinu streymi.

Opinn kynningarfundur vegna útboðs Íslandshótela á hlutabréfum félagsins fyrir skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hefst klukkan 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi.

Útboð hófst á þriðjudaginn en því lýkur miðvikudaginn 22. maí klukkan 16:00 en nálgast má frekari upplýsingar um útboðið á heimasíðu Íslandshótela.

Til sölu eru 257.209.972 hlutir, eða sem samsvara 41,7% af útgefnu hlutafé Íslandshótela hf. Í boði eru tvær tilboðsbækur sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta, verðlagningu og úthlutunarreglur. Tilboðsbók A fyrir áskriftir frá 100 þ.kr. til 20 m.kr. og tilboðsbók B fyrir áskriftir yfir 20 m.kr. Í tilboðsbók A verða boðnir til sölu 51.441.994 hlutir (20% af stærð útboðsins) og í tilboðsbók B verða 205.767.978 hlutir (80% af stærð útboðsins) boðnir til sölu. Verð á hlut í útboðinu er 50,0 kr. í tilboðsbók A en í tilboðsbók B er lágmarkstilboð 50,0 kr. fyrir hvern hlut. Fyrsti viðskiptadagur á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. er áætlaður 30. maí 2024.

Fundurinn verður haldinn á Hótel Reykjavík Grand í salnum Háteigi, en fundurinn verður einnig í vefstreymi sem verður aðgengilegt á vef Íslandsbanka, Kviku og á vefsíðu Íslandshótela. 

Íslandsbanki og Kvika banki eru umsjónaraðilar útboðsins og skráningar hluta Íslandshótela á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í kjölfar útboðs.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×