Lífið

„Lítið rauð­hært kríli væntan­legt í nóvember“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Óskar Logi og Vala opinberuðu samband sitt í lok síðasta árs.
Óskar Logi og Vala opinberuðu samband sitt í lok síðasta árs.

Útvarspkonan Valdís Eiriksdóttir, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, og Óskar Logi Ágústssonar úr Vintage Caravan eiga von á sínu fyrsta barni saman í nóvember. Parið greinir frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Við færsluna skrifar parið: „Lítið rauðhært kríli væntanlegt í nóvember.“

Vala og Óskar Logi opinberuðu samband sitt í lok síðasta árs.

Vala hóf nýverið störf á Rás 2 sem framleiðandi og tæknistjóri morgunútvarpsins auk þess mun hún halda utan um plötu vikunnar. Vala var meðal þeirra ellefu sem fengu uppsögn hjá Sýn í byrjun árs eftir að hafa starfað á tökkunum á Bylgjunni undanfarin ár, sungið með Guðrúnu Árnýju á föstudögum í þætti Ívars Guðmundssonar, verið með hina ýmsu þætti og verið gestgjafi í sjónvarpsþáttunum Bylgjan órafmögnuð.

Óskar Logi er einn reynslu­mesti rokkari landsins og hefur verið for­sprakki hljóm­sveitarinnar Vinta­ge Caravan síðan hann var í grunnskóla á Álftanesinu árið 2006.

Vintage Caravan nýtur gríðarlegra vinsælda erlendis og hefur sveitin meðal annars sagt frá því þegar liðsmenn sveitarinnar krotuðu á aðdáanda í Suður-Ameríku sem lét svo húðflúra ofan í það.


Tengdar fréttir

Langþráður draumur Völu Eiríks rættist

Langþráður draumur útvarpskonunnar Valdísar Eiríksdóttur, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, rættist á dögunum þegar henni bauðst starf á Rás 2. Þar mun hún starfa sem framleiðandi og tæknistjóri morgunútvarpsins auk þess mun hún halda utan um plötu vikunnar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×