Vísir

Mest lesið á Vísi



Ísland í dag - Barbie getur líka átt fiskvinnslu

Áslaug Ragnarsdóttir Thorarensen er eigandi Djúpsins fiskvinnslu úti á Granda. Áslaug er reyndar líka framkvæmdastjóri, gæðastjóri og sölumaður, svo fátt eitt sé nefnt. Áslaug á engan kvóta og hefur í raun enga tengingu við sjávarútveginn. Hún hefði því ekki geta ímyndað sér fyrir nokkrum árum að hún stæði í þessum sporum - konan sem vissi ekki muninn á ýsu og þorski. Áslaug brýtur upp staðalímyndir í karllægum heimi og fær oft að heyra spurninguna: „Hvar er maðurinn þinn?“ Ísland í dag heimsótti Áslaugu úti á Granda.

Ísland í dag

Fréttamynd

Kvika að fara í fyrstu skulda­bréfaút­gáfuna í evrum upp á þrjá­tíu milljarða

Kvika hefur fengið til liðs við sig nokkra erlenda fjárfestingabanka til að undirbúa fyrstu ótryggðu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum, samtals að jafnvirði um þrjátíu milljarðar íslenskra króna, og byrjaði að eiga fundi með skuldabréfafjárfestum í morgun. Stjórnendur Kviku hafa áður sagt að bankinn gæti sparað sér talsverða fjármuni í bættum vaxtakjörum með slíkri skuldabréfaútgáfu ef markaðsaðstæður reynast réttar.

Innherji