Sport

„Er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli“

Aron Guðmundsson skrifar
Óvíst er hvenær Gunnar Nelson snýr aftur í UFC bardagabúrið.
Óvíst er hvenær Gunnar Nelson snýr aftur í UFC bardagabúrið. Vísir/Getty

Ó­ljóst er á þessari stundu hve­nær Gunnar Nel­son stígur á ný inn í bar­daga­búrið á vegum UFC og segir hann nýjustu vendingar hjá sam­bandinu, er snúa að viðskilnaði við bandaríska lyfjaeftirlitið (USADA) ekki vera skemmti­legar fréttir.

Gunnar er á tveggja bar­daga sigur­göngu í UFC og á hann enn nokkra bar­daga eftir af nú­verandi samningi sínum við bar­daga­sam­bandið.

Nú síðast bar hann sigur úr býtum í bar­daga sínum við Bry­an Bar­berena í London í mars fyrr á þessu ári.

„Eins og er hefur ein­beitingin verið miklu meira á þjálfun hjá mér. Svo varð ég faðir í þriðja sinn fyrir ekki svo löngu síðan. Það er því ýmis­legt annað í gangi og ég á því erfitt með að fara í undir­búning fyrir bar­daga eins og er.

Eftir smá tíma setjumst við niður og förum yfir stöðuna. Ég er ekki beint til­búinn í að fara kalla þetta gott. Manni langar alltaf að taka eitt­hvað að­eins meira en við sjáum til. Nú er USADA að fara út úr UFC sem eru ekki beint skemmti­legar fréttir fyrir mig. Þetta kemur allt saman í ljós.“

Og vísar Gunnar þar í þær fréttir sem bárust á dögunum af væntan­legum enda­lokum sam­starfs UFC við banda­ríska lyfja­eftir­litið USADA þann 1. janúar á næsta ári.

Við­ræður um á­­fram­haldandi sam­­starf höfðu verið í gangi milli full­­trúa USADA og UFC en nú er það að frum­­kvæði UFC sem á­­kvörðun hefur verið tekin um að sam­­starfið muni líða undir lok og hyggst UFC fara sínar eigin leiðir í fram­haldinu í sam­starfi við Drug Free Sports International.

Á þessari stundu er alls ekki víst hvernig hinu nýja fyrir­komu­lagi í tengslum við lyfja­eftir­lit verður háttað en Gunnar hefur sjálfur í gegnum sinn feril hrósað því hvernig USADA hefur starfað með UFC og lagt á það ríka á­herslu að bar­daga­kappar séu lyfja­prófaðir.

„Þetta eru ekki skemmti­legar fréttir,“ segir Gunnar um væntan­legan við­skilnað UFC og USADA. „Ég er ekki mjög hlynntur því að menn fái bara að valsa um og gera það sem að þeir vilja. Mér finnst svo­lítið eins og þetta sé að fara í þá átt núna. Að þetta sé að fara í svipað horf og tíðkast hjá öðrum stórum bar­daga­sam­böndum í Ameríku. Þar er lyfja­eftir­litið lítið sem ekkert og þó þau séu þar á blaði þá held ég að það gefi auga­leið að margir af þessum í­þrótta­mönnum séu ekki alveg c­lean at­hletes.“

„Mér finnst það bara svo­lítið leiðin­leg þróun. Ekki síst þegar að ég hugsa til þessara ungu iðk­enda sem eru að koma upp í gegnum starfið hjá okkur og horfa á stóru stjörnurnar í í­þróttinni. Þegar að ég hugsa um það hvernig þetta verður eftir fimm ár mögu­lega.

Verður þetta þá bara þannig, ef þú ert ekki að taka þátt og setja í þig ein­hver lyf og efni, að þú verðir ekki sam­keppnis­hæfur. Eða er þetta það sem við viljum? Að búa til stærri og meiri skrímsli, fleiri lyf. Mér finnst þetta pínu leiðin­legt, ef ég á að segja alveg eins og er.“

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×