Sport

„Verð dæmdur fyrir þetta restina af ævi minni“

Aron Guðmundsson skrifar
Dana White, forseti og starfandi framkvæmdastjóri UFC sambandsins
Dana White, forseti og starfandi framkvæmdastjóri UFC sambandsins Vísir/Getty

Fyrir rétt rúmu ári síðan, á gaml­árs­kvöld árið 2022 var Dana White, for­seti UFC sam­bandsins myndaður vera að slá eigin­konu sína, Anne White, ítrekað utan­undir í veislu á bar í Mexíkó. Í hlað­varps­þætti á vegum ESPN, sem nú hefur verið birtur, gerir hann málið upp.

„Ég og eigin­kona mín gengum í gegnum erfiðar að­stæður á síðasta ári, að­stæður sem við þurftum bæði að takast á við og það eina sem skipti okkur máli var far­sæld barnanna okkar,“ sagði Dana í hlað­varp­sættinum The Sage Steele show sem er gerður út á vegum ESPN.

Mynd­skeiðið af Dana White slá eigin­konu sína í­trekað fór á flakk eftir að miðillinn TMZ birti það fyrst vestan­hafs og kallaði eðli­lega á hörð við­brögð víða af. Fjöl­margir kölluðu meðal annarseftir af­sögn White úr for­seta­stól UFC vegna málsins.

„Ég verð dæmdur fyrir þetta restina af lífi mínu og þannig ætti það að vera. Þetta gerðist. Ég gerði þetta. Þegar að eitt­hvað svona gerist þá verðurðu að fara fram úr rúminu morguninn eftir, horfa á sjálfan þig í speglinum og í fyrsta lagi spyrja sjálfan þig hvernig þetta gæti hafa gerst? Hvernig kem ég í veg fyrir að svona lagað komi fyrir aftur?“

Dana White segist rétti­lega hafa verið dæmdur en samt kannski ekki á rétt­mætan hátt frá öllum.

„Það var fullt af fólki sem hélt því fram að fyrst að þetta átti sér stað þarna þá væri þetta ekki í fyrsta skipti sem þetta hefur gerst. Ég myndi pott­þétt segja það sama um ein­hvern annan. En í enda dags er það sann­leikurinn sem skiptir máli. Þar skiptir mestu máli að börnin manns vita ná­kvæm­lega hvaða mann maður hefur að geyma.


Tengdar fréttir

Kallað eftir afsögn eftir að forseti UFC sló til eiginkonu sinnar

Dana White, forseti UFC bardagasamtakanna, hefur beðist afsökunar á því að hafa ítrekað slegið eiginkonu sína á nýársnótt eftir að myndskeið af atvikinu birtist á vefmiðlum í gær. Hann kveðst eiga sér engar málsbætur í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×