Innherji

Skerð­­ing­­ar á raf­­ork­­u lag­ast von­and­i hratt þeg­­ar „vor­­leys­­ing­­ar hefj­­ast fyr­­ir al­v­ör­­u“

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í grein fyrir skemmstu, að fyrirtækið hafi reynt að komast af stað með ný verkefni árum saman en stjórnvöld hafi ekki heimilað byggingar nýrra virkjana eftir árið 2020 „eins og augljós þörf“ væri á.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í grein fyrir skemmstu, að fyrirtækið hafi reynt að komast af stað með ný verkefni árum saman en stjórnvöld hafi ekki heimilað byggingar nýrra virkjana eftir árið 2020 „eins og augljós þörf“ væri á. Egill Aðalsteinsson

Landsvirkjunar, sem hefur orðið að grípa til skerðinga á afhendingu á raforku í vetur, er farin að sjá merki þess að farið sé að vora. Staða skerðinga mun vonandi breytast hratt „þegar hlýna tekur og vorleysingar hefjast fyrir alvöru.“ Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, til dæmis á vatnasvæði Tungnár þar sem það hefur nær þrefaldast á skömmum tíma, en Hálslón sé hins vegar önnur saga. 


Tengdar fréttir

Flýttu mark­miði um að hætta olíu­notkun eftir „rangar upp­lýsingar“ Orku­stofnunar

Ákvörðun við gerð stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar haustið 2021 um að flýta áður yfirlýstu markmiði hvenær Ísland yrði óháð jarðefnaeldsneyti um tíu ár – núna á það að nást ekki síðar en 2040 – var byggð á grunni „rangra upplýsinga“ sem bárust frá Orkustofnun á þeim tíma, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann furðar sig hvernig á því standi að stofnunin virðist ekki geta sinnt hlutverki sínu um að hafa yfirsýn og eftirlit með sölufyrirtækjum raforku og ástandið hvað það varðar minni sumpart á stöðuna á fjármálamarkaði á árunum fyrir fall bankanna.

Verið að taka úr sam­bandi mikil­væg skila­boð til neyt­enda um raf­orku­skort

Með því að veita ráðherra heimild til að ráðstafa forgangsraforku er verið að draga úr hvatanum til að auka framleiðslu og eins kippa úr sambandi mikilvægum skilaboðum til neytenda um raforkuskort, að sögn varaforseta hagfræðideildar Háskóla Íslands og varaformanns Viðreisnar, sem kallar eftir því að komið sé á skilvirkari samkeppnismarkaði með raforku. Framkvæmdastjóri Samorku líkir framkvæmd rammaáætlunar í dag, sem hann segir vera „háð pólitísku valdi,“ við bankakerfið fyrir um hundrað árum.

Orku­stofnun „brestur hæfi“ til að ráð­stafa for­gangs­raforku, að mati SI

Fyrirhugað frumvarp um breytingar á raforkulögum, sem veitir Orkustofnun heimild til að veita öðrum en stórnotendum forgang að kaupum á raforku, er gagnrýnt harðlega af Samtökum iðnaðarins sem segja að með því verði samkeppnismarkaður með raforku afnuminn og miðstýring innleidd. Þá fer SI hörðum orðum um Orkustofnun, sem að mati samtakanna brestur hæfi til að fara með þau verkefni sem henni er falin í frumvarpinu, en starfshættir stofnunarinnar eru sagðir hafa „tafið verulega alla uppbyggingu í raforkukerfinu.“

For­stjóri Stoða gagn­rýnir stjórn­völd fyrir á­kvörðunar­fælni í orku­málum

Forstjóri eins stærsta fjárfestingafélagsins landsins gagnrýnir stjórnvöld fyrir ákvörðunarfælni í orkumálum og segir ríkisstjórnina virðast vera sátta með að fylgja þeirri stefnu að vona að „þetta reddist“ þótt ljóst sé að ekki er til næg orka í kerfinu. Hann vonar að jákvæð viðbrögð stjórnmálamanna við sölunni á Kerecis marki „vitundarvakningu“ um mikilvægi erlendrar fjárfestingar sem sé forsenda þess að ná jafnvægi í gjaldeyrismálum þjóðarinnar meðan lífeyrissjóðirnir horfa í auknum mæli út fyrir landsteinana í sínum fjárfestingum.

Á­kvarð­an­ir síð­ust­u 12 ára juku sjóðs­streym­i Lands­virkj­un­ar um millj­arð dala

Ákvarðanir sem voru teknar í rekstri Landsvirkjunar fyrir meira en áratug, sem kölluðu á mikil „átök“ á þegar stórnotendur voru látnir greiða hærra raforkuverð, hefur haft afgerandi áhrif við að bæta afkomu og skuldastöðu félagsins og skilað því um einum milljarði Bandaríkjadala, jafnvirði um 145 milljarða króna, í auknu sjóðstreymi á tímabilinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tækifæri séu til þess að endursemja við stóra viðskiptavini á komandi árum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×