Innlent

„Nú verður þú bara að spyrja Bjarna“

Jakob Bjarnar skrifar
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi. Þau eru líklega ekki að fara yfir orðalag formálans á þessari mynd.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi. Þau eru líklega ekki að fara yfir orðalag formálans á þessari mynd. vísir/vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi sagðist í engu hafa komið nálægt þeirri ákvörðun að farga 30 þúsund eintökum bókarinnar Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær.

„Nú verður þú bara að spyrja Bjarna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi. 

Hún var gestur hjá Þórarni Hjartarsyni í hlaðvarpinu Ein pæling sem spurði hana út í frétt Vísis frá í gær, þess efnis að farga hefði þurft 30 þúsund eintökum vegna þess að hún hafði ritað, sem forsætisráðherra, inngang að bók sem til stendur að gefa þjóðinni. Fjallkonuna.

„Ég var ekki að taka neinar ákvarðanir um þetta. Ég er náttúrlega ekki lengur forsætisráðherra. Ég var búin að skrifa formála. Ég held að viljinn hafi bara verið að setja formála forsætisráðherra.“

Þannig að þú kemur ekkert nálægt því að taka ákvörðu um að breyta þessu?

„Nei,“ sagði Katrín. „Ég gef hann út síðar.“

Þórarinn sagði það þarft. „Því alltaf þegar bækur eru brenndar, þá langar mig að lesa þær.“

Sjá má spjall þeirra Katrínar og Þórarins hér neðar en þetta brot er á mínútu 17.25.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×