Íslendingar þurfi að gæta hófs í vexti efnahagslífsins
Seðlabankastjóri segir að gæta verði hófs í vexti ferðaþjónustunnar og í atvinnulífinu almennt. Seðlabankinn hafi fengið það hlutverk að knýja fram hófsemi með vaxtahækkunum. Miklar verðbólguvæntingar og áframhaldandi þensla væru helstu ástæður þess að vextir væru ekki lækkaðir.