Viðskipti innlent

Fer frá Deloitte til Góðra sam­skipta

Atli Ísleifsson skrifar
Heiðrún Ósk Jóhannsdóttir.
Heiðrún Ósk Jóhannsdóttir. Aðsend

Heiðrún Ósk Jóhannsdóttir hefur gengið til liðs við Góð samskipti sem ráðgjafi og verkefnastjóri.

Í tilkynningu kemur fram að Heiðrún komi frá Deloitte þar sem hún hafi starfað á sviði viðskiptalausna.

„Hún er með BS.c gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á stjórnun. Heiðrún hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Góð sam­skipti voru stofnuð árið 2008 á sviði al­manna­tengsla­ en fyrirtækið hefur víkkað út starf­semi sína og starfar nú á fjór­um meg­in­sviðum: samskiptum, ráðning­um, þjálf­un stjórn­enda og stefnu­mark­andi ráðgjöf m.a. á sviði fjárfesta- og haghafatengsla.

Fram­kvæmda­stjóri og stofn­andi Góðra sam­skipta er Andrés Jóns­son,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×