Fótbolti

Chelsea sækir undra­barn frá Brasilíu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Chelsea hefur náð samkomulagi um kaupverðið á Estevao Willian frá Plameiras.
Chelsea hefur náð samkomulagi um kaupverðið á Estevao Willian frá Plameiras. Vísir/EPA

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur samþykkt að greiða 29 milljónir punda fyrir Estevao Willian frá Palmeiras.

29 milljónir punda samsvara rétt rúmum 5,1 milljarði íslenskra króna, en Willian er fæddur í apríl árið 2007 og því aðeins 17 ára gamall.

Hann fór í gegnum unglingastarf Cruzeiro, en gekk í raðir Palmeiras árið 2021. Hann fékk tækifærið hjá aðalliði félagsins á nýafstöðnu tímabili og lék ellefu leiki þar sem hann skoraði eitt mark og varð brasilískur meistari.

Willian er ekki fyrsti ungi leikmaðurinn sem Chelsea sækir frá Suður-Ameríku á undanförnum mánuðum, en félagið hefur meðal annars nælt sér í Andrey Santos, Deivid Washington, Angelo og hinn 17 ára Kendry Paez, sem gengur til liðs við félagið árið 2025.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×