Fótbolti

Draumainnkoma Sæ­vars Atla breytti leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sævar Atli Magnússon á Laugardalsvellinum í landsliðsverkefni.
Sævar Atli Magnússon á Laugardalsvellinum í landsliðsverkefni. Vísir/Sigurjón Ólason

Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk fyrir Lyngby í dag í 3-1 sigri á Viborg í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar.

Sævar Atli byrjaði á varamannabekknum en kom inn á völlinn á 75. mínútu þegar Lyngby var 1-0 undir. Sjö mínútum síðar var Sævar búinn að jafna metin.

Hann var ekki hættur því þremur mínútum eftir það var Leiknismaðurinn búinn að koma Lyngby yfir í leiknum.

Andri Lucas Guðjohnsen innsiglaði síðan sigurinn með því að leggja upp þriðja markið fyrir Tochi Chukwuani á 89. mínútu.

Sigurinn kom Lyngby upp úr fallsæti fyrir lokaumferðina þar sem liðið mætir neðsta liðinu. Hlutirnir eru því í þeirra höndum.

Andri Lucas og Kolbeinn Finnsson voru báðir í byrjunarliði Lyngby í leiknum.

Sævar Atli hefur nú skorað fjögur mörk í síðustu fimm leikjum og alls fimm mörk í deild og úrslitakeppni á þessu tímabili.

Viborg er í harðri baráttu um efsta sætið í fallbarátturiðlinum sem gefur þátttökurrétt í umspili um Evrópusæti. Liðið varð því af mikilvægum stigum

Lyngby þurfti nauðsynlega á stigum að galda til að koma sér upp fyrir OB í fallbaráttinni. OB vann sinn annan leik í röð í gær og komst með því upp fyrir Lyngby á markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×