Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

PSG valtaði yfir toppslaginn

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain unnu öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti Marseille í toppslag frönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Lang­besta liðið í þessari deild“

„Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Í beinni: Inter - Juventus | Gamla konan heim­sækir meistarana

Hér fer fram bein textalýsing frá leik ríkjandi Ítalíumeistara Inter Milan gegn Juventus í 9.umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Liðin sitja í öðru og þriðja sæti deildarinnar og aðeins eitt stig skilur á milli þeirra. Flautað verður til leiks á San Siro klukkan fimm.

Fótbolti
Fréttamynd

Bowen tryggði West Ham sigur á United

Jarrod Bowen tryggði West Ham United sigur á Manchester United með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur á Lundúnaleikvanginum 2-1, Hömrunum í vil.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Feginn að okkur dugir ekki jafn­tefli“

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir að góður andi hafi ríkt innan raða Breiðabliks í aðdraganda úrslitaleiksins gegn Víkingi í kvöld. Blikar þurfa að vinna leikinn til að verða meistarar og hann segir að það henti liðinu mun betur en að verja jafntefli.

Íslenski boltinn