Rafmyntir Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Fyrrverandi viðskiptavinir rafmyntakauphallarinnar FTX eiga von á allt að 16,5 milljörðum dollurum upp í kröfur sínar þegar skiptum á þrotabúinu lýkur. Sumir þeirra gætu fengið allt að fimmtungi hærri upphæð til baka en þeir áttu þegar félagið fór í þrot. Viðskipti erlent 8.10.2024 08:52 Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Dómstóll í New York dæmdi Caroline Ellison, stjórnanda hjá rafmyntafyrirtækinu FTX, í tveggja ára fangelsi fyrir sinn þátt í stórfelldum fjársvikum. Hún hlaut vægari dóm fyrir að segja til Sams Bankman-Fried, stofnanda FTX og fyrrverandi kærasta hennar. Viðskipti erlent 25.9.2024 10:11 Frá rafmynt til gervigreindar Breyttar forsendur fyrir rafmyntavinnslu og framþróun í gervigreind hafa leitt til mikilla breytinga á gagnaversstarfsemi. Íslenskum gagnaverum hefur gengið vel að draga úr eða hætta rafmyntavinnslu og breyta starfseminni með samningum við stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir á sviði loftslagsrannsókna, fjármálaútreikninga, bílahönnunar og erfða- og líftækni. Skoðun 30.8.2024 11:33 Er hlutverk Bitcoin að breytast? Nýverið hefur Bitcoin fjarlægst það að vera rafrænn gjaldmiðill til hversdagslegar verslunar yfir í að vera verðmætaforði – fjárfesting og vörn gegn verðbólgu, ekki ósvipað gulli. Umræðan 31.7.2024 11:28 Ákærður fyrir að fjármagna fjarhægri dagblað með peningaþvætti Fjármálastjóri bandaríska fjarhægri dagblaðsins Epoch Times var handtekinn og ákærður fyrir aðild að stórfelldu peningaþvættismáli. Blaðið sjálft er sagt hafa verið fjármagnað að miklu leyti með ágóða af peningaþvættinu. Erlent 4.6.2024 08:41 Vangaveltur um að vinkona Ásdísar hafi verið myrt og hent í sjóinn Tilgátu um að Ruja Ignatova, búlgarskur rafmyntarsvikahrappur, hafi verið myrt af búlgörsku mafíunni og líki hennar varpað í Jónahaf er fleygt fram í nýju hlaðvarpi breska ríkisútvarpsins BBC. Ignatova var vinkona forsetaframbjóðandans Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur. Viðskipti erlent 3.6.2024 14:19 Stofnandi Binance dæmdur fyrir peningaþvætti Changpeng Zhao, stofnandi rafmyndakauphallarinnar Binance, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Hann játaði sök en farið var fram á tveggja og hálfs árs fangelsisrefsingu. Viðskipti erlent 1.5.2024 11:21 Bitcoin fjárfestar gerðu sér glaðan dag í Grósku Starfsmenn Myntkaupa blésu til allsherjarteitis í Grósku til þess að fagna svokallaðri Bitcoin helmingun sem átti sér stað þarsíðustu helgi. Um er að ræða viðburð sem verður á fjögurra ára fresti. Lífið 30.4.2024 09:00 Sækjast eftir fangelsisdómi yfir rafmyntakóngi Bandarískir saksóknarar krefjast tveggja og hálfs árs fangelsisdóms yfir stofnanda stærstu rafmyntakauphallar heims. Hann játaði sig sekan um peningaþvætti. Viðskipti erlent 24.4.2024 15:51 Rafmyntasjóður hækkaði um 71 prósent á þremur mánuðum og á „mikið inni” Rafmyntasjóður Visku hækkaði um 70,5 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, nokkuð meira en sem nemur hækkun rafmyntanna Bitcoin og Ethereum. Sjóðstjórar félagsins telja að markaðurinn „eigi mikið inni” og benda á það styttist í að þvingaðar sölur þrotabúa á rafmyntum ljúki og „erfitt að sjá hvaða markaðsaðilar taki við sölukeflinu.“ Innherji 8.4.2024 16:26 Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. Erlent 28.3.2024 16:44 Heimurinn þarf Bitcoin Það er ekkert gróðurhús, fyrirtæki eða heimili sem getur sætt sig við það að fá tölvupóst með tilkynningu um það að nú verði rafmagnslaust í viku frá og með miðnætti í kvöld. Það er nánast enginn stórnotandi sem gæti sætt sig við slíkt ástand, annar en þeir sem stunda Bitcoin vinnslu. Umræðan 27.3.2024 14:34 Segir Bitcoin alþjóðlegt vandamál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikla raforkunotkun orkuvera sem grafa eftir rafmyntum hér á landi ekki samrýmast umhverfisstefnu landsins. Katrín var til viðtals hjá Financial Times um matvælaframleiðslu og fæðuöryggi, og loftslags- og umhverfismál í tengslum við málefnið. Hafði hún þá orð á því að raforka landsins væri verðmæt og ætti að vera notuð í uppbyggilegri verkefni en rafmyntagröft. Innlent 25.3.2024 13:26 Bitcoinsjóðir stærri en lífeyriskerfið en prófessor segir hnignunarfasa að hefjast Umfang bitcoin kauphallarsjóða, sem hafa einungis verið starfræktir í tvo mánuði, er orðið meira en allt íslenska lífeyriskerfið, segir fjárfestir í rafmyntum sem furðar sig á áhugaleysi fyrirtækja í fjármálageiranum hér á landi. Hagfræðiprófessor telur að fái bitcoin ekki „almennilega notkun“ í framtíðinni verði það verðlaust og líkir slíkum fjárfestingum við kaup á frímerkjum. Innherji 14.3.2024 08:21 Viska hækkaði um 63 prósent á ári sem var rússíbanareið á rafmyntamörkuðum Rafmyntasjóðurinn Viska skilaði sjóðsfélögum sínum um 63 prósenta ávöxtun árinu 2023, sem var árið þegar rafmyntir urðu viðurkenndar sem „alvöru“ eignaflokkur, og má telja ósennilegt að nokkur annar íslenskur fjárfestingasjóður státi af viðlíka árangri, að sögn stjórnenda Visku en sjóðurinn hefur margfaldast að stærð frá stofnun sumarið 2022. Eftir samþykki bandaríska verðbréfaeftirlitsins í gær á Bitcoin kauphallarsjóðum er búist að lágmarki við tugmilljarða dala innflæði í slíka sjóði á allra næstu árum Innherji 11.1.2024 14:29 ONE um allan heim Rafmyntina ONE er nú að finna í 194 löndum og telur milljónir notenda og tólf milljónir reikninga. Hagkerfi hefur því myndast. Myntin byggir á því í kjölinn að fara eftir öllum reglum, reglugerðum og lögum í hverju því landi sem myntin er í. Skoðun 5.1.2024 10:01 Að mála mynd af borg er allt annað en að byggja borg Munurinn á rafmyntinni ONE, One Ecosystem (OES) og öðrum rafmyntum má líkja saman á þann hátt að mála mynd eða byggja borg. Skoðun 3.1.2024 08:01 Rafmyntasjóðurinn Viska hækkaði um 29 prósent í október Gengi Visku rafmyntasjóðs hækkaði verulega í október samhliða miklum hækkunum á Bitcoin, en mörgum öðrum rafmyntum vegnaði ekki eins vel. Um var að ræða besta mánuð sjóðsins frá stofnun hans, þar síðasta sumar. Sjóðurinn hefur tvöfaldast að stærð á innan við ári. Innherji 16.11.2023 16:08 Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. Erlent 3.11.2023 07:57 Eru peningar okkar að viðhalda stríðum? Öll stríð ganga á og hrifsa burt eignir fólks. Í þeim heimi sem við lifum við í dag er ofbeldi og líkamleg valdbeiting þeir þættir sem hvað mest vega þegar yfirráðum skal náð yfir tilteknum landsvæðum á kostnað þeirra sem búa á þeim. Stríðum er svo viðhaldið með því að hrifsa burt tiltekinn eignarflokk af fólki utan stríðsátaka, nánar tiltekið pening þess til að fjármagna og viðhalda þeim. Skoðun 15.10.2023 07:01 Rafmyntasjóðurinn Viska með 23 prósenta ávöxtun á fyrsta starfsári Ávöxtun rafmyntasjóðsins Visku nam 23 prósent á fyrsta starfsári sínu sem lauk í júní. „Það hefur sýnt sig að varfærin nálgun okkar og stífar kröfur gagnvart mótaðilum eru að skila árangri,“ segja stjórnendur sjóðsins. Fjölmargir rafmyntasjóðir hafi lent illa í því síðastliðið ár og hætt starfsemi í ljósi erfiðra markaðsaðstæðna. „Að okkar mati er það versta yfirstaðið og útlitið fyrir næstu ár er afar spennandi.“ Innherji 8.8.2023 15:14 Hve mikil orka fer í bitcoin, Hörður? Í viðtali á Vísi sem birtist í gær fer Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undan í flæmingi þegar hann er spurður út í bitcoingröft þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun. Skoðun 14.6.2023 08:00 Orkan úr Hvammsvirkjun fari ekki í rafmyntagröft Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að aldrei verði byggð virkjun fyrir rafmyntagröft. Rafmyntafyrirtæki hafi aðeins fengið afgangsorku og engin ný séu að koma inn á markaðinn. Innlent 13.6.2023 14:41 Yfirlýsingar Landsvirkjunar um rafmyntagröft séu loðnar Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, segir yfirlýsingar Landsvirkjunar um raforkusölu til rafmyntagraftar loðnar og hefur áhyggjur af auknum umsvifum. Óttast hann að raforka Hvammsvirkjunar verði nýtt til að grafa eftir rafmyntum. Innlent 13.6.2023 07:01 Bitcoinvirkjunin Enginn veit hve mikil raforka fer í bitcoinvinnslu hérlendis. Og þó, einhverjir vita það, en almenningur á Íslandi er ekki þeirra á meðal. Um umfang bitcoinvinnslu á Íslandi er helst ekki rætt opinberlega þótt örfáir metnaðargjarnir fjölmiðlamenn hafi stundum reynt að grafast fyrir um það og þingmenn m.a.s. spurt umhverfisráðherra á Alþingi. Skoðun 11.6.2023 10:01 Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. Viðskipti innlent 8.6.2023 07:01 Önnur rafmyntamiðlun í sigti bandarískra yfirvalda Coinbase, stærsta rafmyntamiðlun Bandaríkjanna, er sakað um ólöglega starfsemi í kæru bandarískrar verðbréfaeftirlitsstofnunar. Sama stofnun stefndi Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, fyrir aragrúa brota og blekkinga í gær. Viðskipti erlent 6.6.2023 15:40 Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. Viðskipti erlent 6.6.2023 08:58 Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. Viðskipti innlent 19.5.2023 14:59 Ná saman um regluverk um rafmyntir Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja lögðu blessun sína yfir reglugerð um rafmyntir sem verður það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Starfsemi rafmyntarfyrirtækja verður leyfisskyld með reglunum sem eru sagðar setja þrýsting á bandarísk og bresk stjórnvöld að setja sér sambærileg lög. Viðskipti erlent 17.5.2023 15:38 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 6 ›
Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Fyrrverandi viðskiptavinir rafmyntakauphallarinnar FTX eiga von á allt að 16,5 milljörðum dollurum upp í kröfur sínar þegar skiptum á þrotabúinu lýkur. Sumir þeirra gætu fengið allt að fimmtungi hærri upphæð til baka en þeir áttu þegar félagið fór í þrot. Viðskipti erlent 8.10.2024 08:52
Kærasta rafmyntamógúls í fangelsi vegna FTX-svikanna Dómstóll í New York dæmdi Caroline Ellison, stjórnanda hjá rafmyntafyrirtækinu FTX, í tveggja ára fangelsi fyrir sinn þátt í stórfelldum fjársvikum. Hún hlaut vægari dóm fyrir að segja til Sams Bankman-Fried, stofnanda FTX og fyrrverandi kærasta hennar. Viðskipti erlent 25.9.2024 10:11
Frá rafmynt til gervigreindar Breyttar forsendur fyrir rafmyntavinnslu og framþróun í gervigreind hafa leitt til mikilla breytinga á gagnaversstarfsemi. Íslenskum gagnaverum hefur gengið vel að draga úr eða hætta rafmyntavinnslu og breyta starfseminni með samningum við stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir á sviði loftslagsrannsókna, fjármálaútreikninga, bílahönnunar og erfða- og líftækni. Skoðun 30.8.2024 11:33
Er hlutverk Bitcoin að breytast? Nýverið hefur Bitcoin fjarlægst það að vera rafrænn gjaldmiðill til hversdagslegar verslunar yfir í að vera verðmætaforði – fjárfesting og vörn gegn verðbólgu, ekki ósvipað gulli. Umræðan 31.7.2024 11:28
Ákærður fyrir að fjármagna fjarhægri dagblað með peningaþvætti Fjármálastjóri bandaríska fjarhægri dagblaðsins Epoch Times var handtekinn og ákærður fyrir aðild að stórfelldu peningaþvættismáli. Blaðið sjálft er sagt hafa verið fjármagnað að miklu leyti með ágóða af peningaþvættinu. Erlent 4.6.2024 08:41
Vangaveltur um að vinkona Ásdísar hafi verið myrt og hent í sjóinn Tilgátu um að Ruja Ignatova, búlgarskur rafmyntarsvikahrappur, hafi verið myrt af búlgörsku mafíunni og líki hennar varpað í Jónahaf er fleygt fram í nýju hlaðvarpi breska ríkisútvarpsins BBC. Ignatova var vinkona forsetaframbjóðandans Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur. Viðskipti erlent 3.6.2024 14:19
Stofnandi Binance dæmdur fyrir peningaþvætti Changpeng Zhao, stofnandi rafmyndakauphallarinnar Binance, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti. Hann játaði sök en farið var fram á tveggja og hálfs árs fangelsisrefsingu. Viðskipti erlent 1.5.2024 11:21
Bitcoin fjárfestar gerðu sér glaðan dag í Grósku Starfsmenn Myntkaupa blésu til allsherjarteitis í Grósku til þess að fagna svokallaðri Bitcoin helmingun sem átti sér stað þarsíðustu helgi. Um er að ræða viðburð sem verður á fjögurra ára fresti. Lífið 30.4.2024 09:00
Sækjast eftir fangelsisdómi yfir rafmyntakóngi Bandarískir saksóknarar krefjast tveggja og hálfs árs fangelsisdóms yfir stofnanda stærstu rafmyntakauphallar heims. Hann játaði sig sekan um peningaþvætti. Viðskipti erlent 24.4.2024 15:51
Rafmyntasjóður hækkaði um 71 prósent á þremur mánuðum og á „mikið inni” Rafmyntasjóður Visku hækkaði um 70,5 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins, nokkuð meira en sem nemur hækkun rafmyntanna Bitcoin og Ethereum. Sjóðstjórar félagsins telja að markaðurinn „eigi mikið inni” og benda á það styttist í að þvingaðar sölur þrotabúa á rafmyntum ljúki og „erfitt að sjá hvaða markaðsaðilar taki við sölukeflinu.“ Innherji 8.4.2024 16:26
Rafmyntakóngurinn í 25 ára fangelsi Sam Bankman-Fried, oft þekktur sem „rafmyntakóngurinn“, hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að hafa af viðskiptavinum sínum milljónir dala. Erlent 28.3.2024 16:44
Heimurinn þarf Bitcoin Það er ekkert gróðurhús, fyrirtæki eða heimili sem getur sætt sig við það að fá tölvupóst með tilkynningu um það að nú verði rafmagnslaust í viku frá og með miðnætti í kvöld. Það er nánast enginn stórnotandi sem gæti sætt sig við slíkt ástand, annar en þeir sem stunda Bitcoin vinnslu. Umræðan 27.3.2024 14:34
Segir Bitcoin alþjóðlegt vandamál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikla raforkunotkun orkuvera sem grafa eftir rafmyntum hér á landi ekki samrýmast umhverfisstefnu landsins. Katrín var til viðtals hjá Financial Times um matvælaframleiðslu og fæðuöryggi, og loftslags- og umhverfismál í tengslum við málefnið. Hafði hún þá orð á því að raforka landsins væri verðmæt og ætti að vera notuð í uppbyggilegri verkefni en rafmyntagröft. Innlent 25.3.2024 13:26
Bitcoinsjóðir stærri en lífeyriskerfið en prófessor segir hnignunarfasa að hefjast Umfang bitcoin kauphallarsjóða, sem hafa einungis verið starfræktir í tvo mánuði, er orðið meira en allt íslenska lífeyriskerfið, segir fjárfestir í rafmyntum sem furðar sig á áhugaleysi fyrirtækja í fjármálageiranum hér á landi. Hagfræðiprófessor telur að fái bitcoin ekki „almennilega notkun“ í framtíðinni verði það verðlaust og líkir slíkum fjárfestingum við kaup á frímerkjum. Innherji 14.3.2024 08:21
Viska hækkaði um 63 prósent á ári sem var rússíbanareið á rafmyntamörkuðum Rafmyntasjóðurinn Viska skilaði sjóðsfélögum sínum um 63 prósenta ávöxtun árinu 2023, sem var árið þegar rafmyntir urðu viðurkenndar sem „alvöru“ eignaflokkur, og má telja ósennilegt að nokkur annar íslenskur fjárfestingasjóður státi af viðlíka árangri, að sögn stjórnenda Visku en sjóðurinn hefur margfaldast að stærð frá stofnun sumarið 2022. Eftir samþykki bandaríska verðbréfaeftirlitsins í gær á Bitcoin kauphallarsjóðum er búist að lágmarki við tugmilljarða dala innflæði í slíka sjóði á allra næstu árum Innherji 11.1.2024 14:29
ONE um allan heim Rafmyntina ONE er nú að finna í 194 löndum og telur milljónir notenda og tólf milljónir reikninga. Hagkerfi hefur því myndast. Myntin byggir á því í kjölinn að fara eftir öllum reglum, reglugerðum og lögum í hverju því landi sem myntin er í. Skoðun 5.1.2024 10:01
Að mála mynd af borg er allt annað en að byggja borg Munurinn á rafmyntinni ONE, One Ecosystem (OES) og öðrum rafmyntum má líkja saman á þann hátt að mála mynd eða byggja borg. Skoðun 3.1.2024 08:01
Rafmyntasjóðurinn Viska hækkaði um 29 prósent í október Gengi Visku rafmyntasjóðs hækkaði verulega í október samhliða miklum hækkunum á Bitcoin, en mörgum öðrum rafmyntum vegnaði ekki eins vel. Um var að ræða besta mánuð sjóðsins frá stofnun hans, þar síðasta sumar. Sjóðurinn hefur tvöfaldast að stærð á innan við ári. Innherji 16.11.2023 16:08
Rafmyntakóngurinn fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, hefur verið fundinn sekur um fjársvik og peningaþvott. Það tók kviðdóminn aðeins fimm klukkustundir að komast að niðurstöðu. Erlent 3.11.2023 07:57
Eru peningar okkar að viðhalda stríðum? Öll stríð ganga á og hrifsa burt eignir fólks. Í þeim heimi sem við lifum við í dag er ofbeldi og líkamleg valdbeiting þeir þættir sem hvað mest vega þegar yfirráðum skal náð yfir tilteknum landsvæðum á kostnað þeirra sem búa á þeim. Stríðum er svo viðhaldið með því að hrifsa burt tiltekinn eignarflokk af fólki utan stríðsátaka, nánar tiltekið pening þess til að fjármagna og viðhalda þeim. Skoðun 15.10.2023 07:01
Rafmyntasjóðurinn Viska með 23 prósenta ávöxtun á fyrsta starfsári Ávöxtun rafmyntasjóðsins Visku nam 23 prósent á fyrsta starfsári sínu sem lauk í júní. „Það hefur sýnt sig að varfærin nálgun okkar og stífar kröfur gagnvart mótaðilum eru að skila árangri,“ segja stjórnendur sjóðsins. Fjölmargir rafmyntasjóðir hafi lent illa í því síðastliðið ár og hætt starfsemi í ljósi erfiðra markaðsaðstæðna. „Að okkar mati er það versta yfirstaðið og útlitið fyrir næstu ár er afar spennandi.“ Innherji 8.8.2023 15:14
Hve mikil orka fer í bitcoin, Hörður? Í viðtali á Vísi sem birtist í gær fer Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undan í flæmingi þegar hann er spurður út í bitcoingröft þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun. Skoðun 14.6.2023 08:00
Orkan úr Hvammsvirkjun fari ekki í rafmyntagröft Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að aldrei verði byggð virkjun fyrir rafmyntagröft. Rafmyntafyrirtæki hafi aðeins fengið afgangsorku og engin ný séu að koma inn á markaðinn. Innlent 13.6.2023 14:41
Yfirlýsingar Landsvirkjunar um rafmyntagröft séu loðnar Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, segir yfirlýsingar Landsvirkjunar um raforkusölu til rafmyntagraftar loðnar og hefur áhyggjur af auknum umsvifum. Óttast hann að raforka Hvammsvirkjunar verði nýtt til að grafa eftir rafmyntum. Innlent 13.6.2023 07:01
Bitcoinvirkjunin Enginn veit hve mikil raforka fer í bitcoinvinnslu hérlendis. Og þó, einhverjir vita það, en almenningur á Íslandi er ekki þeirra á meðal. Um umfang bitcoinvinnslu á Íslandi er helst ekki rætt opinberlega þótt örfáir metnaðargjarnir fjölmiðlamenn hafi stundum reynt að grafast fyrir um það og þingmenn m.a.s. spurt umhverfisráðherra á Alþingi. Skoðun 11.6.2023 10:01
Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. Viðskipti innlent 8.6.2023 07:01
Önnur rafmyntamiðlun í sigti bandarískra yfirvalda Coinbase, stærsta rafmyntamiðlun Bandaríkjanna, er sakað um ólöglega starfsemi í kæru bandarískrar verðbréfaeftirlitsstofnunar. Sama stofnun stefndi Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, fyrir aragrúa brota og blekkinga í gær. Viðskipti erlent 6.6.2023 15:40
Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. Viðskipti erlent 6.6.2023 08:58
Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. Viðskipti innlent 19.5.2023 14:59
Ná saman um regluverk um rafmyntir Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja lögðu blessun sína yfir reglugerð um rafmyntir sem verður það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Starfsemi rafmyntarfyrirtækja verður leyfisskyld með reglunum sem eru sagðar setja þrýsting á bandarísk og bresk stjórnvöld að setja sér sambærileg lög. Viðskipti erlent 17.5.2023 15:38