Innlent

Samningur BÍ í höfn í Karp­húsinu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Formenn samninganefnda SA og BÍ, Maj-Britt Briem og Sigríður Dögg Auðunsdóttir, undirrita kjarasamning í dag að viðstöddum Aðalsteini Leifssyni, settum sáttasemjara.
Formenn samninganefnda SA og BÍ, Maj-Britt Briem og Sigríður Dögg Auðunsdóttir, undirrita kjarasamning í dag að viðstöddum Aðalsteini Leifssyni, settum sáttasemjara. bí.is

Nýir kjarasamningar Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins voru undirritaðir í dag.

Greint er frá undirritun í tilkynningu Blaðamannafélagsins, sem Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður ritar undir. 

„Samningarnir byggja á grunni Stöðugleikasamningsins sem gerður var milli SA og sambanda og félaga ASÍ í mars sl. Samkvæmt samningunum taka launahækkanir gildi um næstu mánaðamót og gilda afturvirkt frá 1. febrúar.“

Kjarasamningarnir verði kynntir félagsmönnum á næstu dögum og í framhaldi verði haldin rafræn atkvæðagreiðsla um þá. 

„Samningarnir eru annars vegar aðalkjarasamningur BÍ við SA, sem Árvakur, RÚV og SÝN eiga aðild að, og hins vegar kjarasamningur milli Félags fréttamanna og RÚV. Kjaraviðræður við aðra miðla fara fram í kjölfar þessara undirritana og byggja á aðalkjarasamningnum,“ segir í lok tilkynningar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×