Sport

Usyk fyrstur til að vinna Fury

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oleksandr Usyk kýlir Tyson Fury.
Oleksandr Usyk kýlir Tyson Fury. getty/Richard Pelham

Oleksandr Usyk varð í gær fyrstur til að vinna Tyson Fury þegar þeir mættust í titilbardaga í þungavigtinni í hnefaleikum í Ríad í Sádi-Arabíu.

Þetta var fyrsta tap Furys á atvinnumannaferlinum. Usyk hefur hins vegar unnið alla 22 bardaga sína.

Fury byrjaði bardagann betur en Usyk vann á eftir því sem á hann leið. Í 9. lotu sótti hann hart að Fury og dómarinn þurfti að telja yfir honum.

Usyk vann bardagann á endanum á stigum. Hann fékk samtals 342 stig en Fury 339. Úkraínumaðurinn grét af gleði þegar úrslitin voru kunngjörð.

Með sigrinum tók Usyk WBC beltið af Fury en hann er nú handhafi WBA, WBO, IBF og WBC beltanna; sá fyrsti sem afrekar það síðan Lennox Lewis gerði það 1999.

Búið er að bóka annan bardaga milli Usyks og Furys seinna á þessu ári.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×