Fótbolti

Albert byrjaði í sigri Genoa | Öruggur sigur meistaranna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa í dag.
Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa í dag. Vísir/Getty

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa sem lagði Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meistarar Napoli eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Albert byrjaði leikinn í framlínunni hjá Napoli en í vikunni var greint frá því að hann hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot. Albert fær ekki að spila fyrir íslenska landsliðið á meðan málið er rannsakað en félag hans Genoa gaf út yfirlýsingu að liðið stæði með sínum leikmanni.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum í dag. Það gerði Mateo Retegui strax á 16. mínútu leiksins. Lazio tókst ekki að jafna metin og nýliðar Genoa fóru því með sigur af hólmi í höfuðborginni.

Ítalíumeistarar Napoli tóku á móti Sassuolo á heimavelli sínum í dag. Markahrókurinn Victor Osimhen skoraði úr víti á 16. mínútu og Giovanni Di Lorenzo tvöfaldaði forystuna um miðjan síðari hálfleikinn. Napoli er með fullt hús stiga í Serie A eftir tvær umferðir.

Fyrr í dag fóru fram tveir leikir. Fiorentina og Lecce gerðu 2-2 jafntefli og þá missteig Juventus sig á heimavelli þegar liðið náði aðeins 1-1 jafntefli gegn Bologna. Dusan Vlahovic jafnaði metin fyrir Juventus á 80. mínútu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×