Enski boltinn

Fyrrum heims­meistari í hnefa­leikum stökk á Haaland úr stúkunni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hér sést Terry Flanagan stökkva á Haaland úr stúkunni.
Hér sést Terry Flanagan stökkva á Haaland úr stúkunni. Vísir/Getty

Erling Haaland skoraði fyrir Manchester City gegn Sheffield United í dag eftir að hafa áður misnotað vítaspyrnu í leiknum. Fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum ákvað að fagna marki Haaland með Norðmanninum.

Erling Braut Haaland skoraði annað af tveimur mörkum Manchester City í 2-1 sigri liðsins á Sheffield United í dag. Haaland misnotaði vítaspyrnu fyrr í leiknum og var því væntanlega sérstaklega ánægður að hafa náð að bæta fyrir þau mistök síðar í leiknum.

Þegar Haaland fagnaði marki sínu ákvað einn stuðningsmaður City að stökkva úr stúkunni og fagna með Norðmanninum. Öryggisverðir náðu síðan að fjarlægja manninn en Haaland virtist hafa nokkuð gaman af.

Haaland og Flanagan fagna markinu.Vísir/Getty

Í frétt The Sun er greint frá því að stuðningsmaðurinn hafi ekki verið hver sem er. Þetta var Terry Flanagan, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum en hann er mikill stuðningsmaður City.

Flanagan var heimsmeistari í léttivigt á árunum 2015-2017 og tapaði aðeins tveimur af þrjátíu og átta bardögum sínum á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×