Innlent

Séra Eva Björk ráðin biskups­ritari

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Eva Björk verður biskupsritari Sr. Guðrún Karls
Eva Björk verður biskupsritari Sr. Guðrún Karls

Sr. Eva Björk Valdimardóttir prestur í Fossvogsprestakalli hefur verið ráðin biskupsritari. Hún tekur við starfinu af Pétri Markan sem var ráðinn bæjarstjóri Hveragerðis í marsmánuði.

Þetta kemur fram í tilkynningu Þjóðkirkjunnar. Eva tekur við starfinu um leið og sr. Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörin biskup Íslands hefur störf.

„Sr. Eva Björk er fædd og uppalin á Akureyri og er dóttir hjónana Soffíu Pálmadóttur og Valdimars Sigurgeirssonar. Hún er gift Ólafi Elínarsyni sem leiðir samskiptamál hjá Carbfix. Þau eiga tvö börn sem eru 16 og 20 ára,“ segir í tilkynningunni. 

Eva Björk hafi verið prestur í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju síðastliðin 5 ár.

„Þar áður var hún héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og starfaði þá einnig með presti innflytjenda og flóttafólks. Hún vígðist til þjónustu við Keflavíkurkirkju árið 2015. Sr. Eva Björk er með stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri. Hún er með B.A. próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og útskrifaðist frá Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands með Cand. theol. próf árið 2013.

Sr. Eva Björk hefur verið varaformaður Prestafélags Íslands, formaður Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar og hefur einnig setið á kirkjuþingi.“


Tengdar fréttir

Pétur Markan næsti bæjarstjóri Hveragerðis

Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar mun leggja það til á aukafundi bæjarstjórnar 2. apríl að Pétur G. Markan verði næsti bæjarstjóri Hveragerðis. Pétur tekur við starfinu af Geir Sveinssyni. Starfslokasamningur hans var samþykktur á fundi bæjarstjórnar síðasta föstudag. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×