Þróttur Reykjavík

Fréttamynd

Þróttarar enduðu með fullt hús stiga

Þróttur Reykjavík vann FH 5-2 í lokaleik liðanna í riðlakeppni Lengjubikars kvenna. Þróttur endar með fullt hús stiga og er komið í undanúrslit keppninnar þar Breiðablik eða Stjarnan verða mótherjinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Zlatan í uppáhaldi hjá nýliðanum í landsliðinu en felur stælana betur

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, nítján ára framherji Þróttar, er eini nýliðinn í íslenska fótboltalandsliðinu sem keppir á Pinatar-mótinu á Spáni síðar í mánuðinum. Hún er búin að jafna sig að fullu á hnémeiðslunum sem plöguðu hana í fyrra og ætlar sér að keppa á toppi Bestu deildarinnar með Þrótti í sumar. Eftirlætis leikmaður hennar er Svíinn kokhrausti, Zlatan Ibrahimovic.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blésu af æfingar yngri barna vegna kuldans

Knattspyrnuæfingum yngri flokka var aflýst hjá Þrótti í Reykjavík vegna kuldans í dag. Yfirþjálfari segir að búast megi við að gripið verði til frekari slíkra ráðstafana vegna veðurs á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ingunn úr Vestur­bænum í Laugar­dalinn

Ingunn Haraldsdóttir, fyrrverandi fyrirliði KR, er gengin í raðir Þróttar og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð. Ingunn var samningslaus og því þarf Þróttur ekki að greiða fyrir miðvörðinn öfluga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þróttur 2-0 | Stjarnan heldur áfram að setja pressu á Breiðablik

Stjarnan vann afar mikilvægan sigur á Þrótti 2-0. Betsy Hasett kom Stjörnunni yfir með afar laglegu marki í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fékk Stjarnan víti og Gyða Kristín bætti við örðu marki Stjörnunnar og þar við sat.Stjarnan heldur þriðja sætinu og er aðeins tveimur stigum frá Breiðabliki sem er í öðru sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við vorum miklu betri“

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, var afar svekkt að hafa tapað á heimavelli gegn Keflavík. Hún telur að heppnin ein hafi ráðið því að Keflavík sótti stigin þrjú.

Fótbolti