Fótbolti

Fréttamynd

Í beinni: Fylkir - Breiða­blik | Særðir Blikar mæta botnliðinu

Hér fer fram bein textalýsing frá leik Fylkis og Breiðabliks í sjöttu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Leikurinn hefst klukkan korter yfir sjö. Fylkir er enn í leit að sínum fyrsta sigri í deildinni á meðan að Blikar stefna að því að rétta úr kútnum eftir tap á heimavelli gegn Val í síðustu umferð. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport Besta deildin 2. 

Íslenski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Í beinni: Víkingur R. - FH | Meistararnir taka á móti fljúgandi FH-ingum

Hér fer fram bein textalýsing frá leik Víkings Reykjavíkur og FH í sjöttu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Víkingur mætir til leiks eftir óvænt tap gegn HK í síðustu umferð á meðan að FH hefur unnið fjóra leiki í röð. Liðin eru bæði með tólf stig og voru á toppi deildarinnar fyrir umferðina. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lang­þráð endur­koma Val­geirs

Landsliðsbakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson sneri loksins aftur til leiks í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, eftir langvinn meiðsli, þegar hann lék með Häcken í 3-1 sigri á Kalmar.

Fótbolti
Fréttamynd

Þórir hélt Braunschweig uppi og gerði Sveini greiða

Þórir Jóhann Helgason reyndist hetja Braunschweig í dag þegar liðið vann 1-0 sigur á Wehen Wiesbaden og tryggði sér áframhaldandi veru í þýsku 2. deildinni í fótbolta. Um leið hjálpaði hann Hansa Rostock, liði Sveins Arons Guðjohnsen.

Fótbolti
Fréttamynd

„Skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby“

„Þeir skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyng­by,“ sagði Freyr Alexanders­­son, fyrr­verandi þjálfari Lyng­by í kímni og hló svo dátt í kjöl­farið að sögn blaða­­manns Tips­bladet sem náði í skottið á honum áðan til að spyrja út í mögu­­leg fé­lags­­skipti Andra Lucasar Guð­john­­sen frá Lyng­by til belgíska úr­­vals­­deildar­­fé­lagsins Gent sem virðist ná­lægt því að kaupa ís­lenska lands­liðs­fram­herjann.

Fótbolti
Fréttamynd

„Gæti orðið spennandi verk­efni að vera í botnbaráttu“

KA er enn í leit að sigri í Bestu deildinni eftir tap á N1 vellinum að Hlíðarenda í dag. Leiknum lauk með 3-1 sigri Vals sem óhætt er að segja að hafi verið sannfærandi. Hallgrímur Jónasson ræddi við Vísi stuttu eftir leik og hafði þetta að segja um frammistöðu síns liðs.

Fótbolti