Innlent

Hótaði lög­reglu­þjónum og fjöl­skyldum þeirra

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í gær.
Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í gær. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu handtóku í gær mann sem reyndi sparka í þá. Við handtökuna hótaði hann einnig lögregluþjónunum og fjölskyldum þeirra lífláti. Í dagbók lögreglu segir að hann hafi verið vistaður í fangaklefa „þar til rennur af honum víman“ og hægt verður að taka af honum skýrslu.

Miðað við dagbókina höfðu lögregluþjónar í nógu að snúast í gær. Í öðru tilviki barst tilkynning um ölvaðan einstakling sem var til vandræða á endurvinnslustöð. Sá er sagður hafa veist að lögregluþjónum sem ætluðu að tala við hann og var hann handtekinn.

Einnig þurfti að hafa afskipti af ölvuðum einstaklingum sem voru til vandræða á minnst tveimur veitingastöðum. Í báðum tilfellum var þeim vísað út og viðkomandi hvorki hótuðu né veittust að lögregluþjónum.

Þá þurfti lögreglan að aðstoða starfsmenn hótels við að koma út manni sem hafði komið sér þar fyrir í óleyfi.

Lögreglunni barst beiðnir frá forsvarsmönnum tveggja verslana í gær. Í einu tilfelli neitaði maður að yfirgefa verslunina og þurftu lögregluþjónar að koma honum út. Í hinu var um að ræða ölvaðan ungling en móðir hans var látin sækja hann.

Einnig bárust tilkynningar um þjófnað úr verslunum og minnst eitt innbrot í gær. Einn maður sem stöðvaður var í akstri vegna gruns um að hann var að keyra undir áhrifum fíkniefna, reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum. Annar er grunaður um vörslu fíkniefna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×