Erlent

Evrópa böðuð bleiku

Samúel Karl Ólason skrifar
Himininn varð bleikur víða yfir Evrópu í nótt. Þessi mynd var tekin í Þýskalandi.
Himininn varð bleikur víða yfir Evrópu í nótt. Þessi mynd var tekin í Þýskalandi. AP/Lando Hass

Óvenju sterkur sólstormur skapaði í nótt umfangsmikla ljósasýningu á stórum hluta jarðarinnar. Himininn yfir Evrópu var víða bleikur á litinn og norðurljós sáust víða um heimsálfuna.

Nokkur öflug kórónugos hafa greinst á sólinni í þessari viku. Þegar efni frá slíkum gosum nær til jarðarinnar geta sumar agnir lent á lofthjúpnum og myndað norðurljós.

Búist er við því að sjónarspil þetta eigi að vara alla helgina og mögulega eitthvað fram á næstu viku, samkvæmt AP fréttaveitunni.

Svipaða sögu er að segja frá Norður-Ameríku þar sem norðurljós eru sögð hafa sést eins sunnarlega og í Texas.

Við Íslendingar fengum ekki að njóta ljósadýrðarinnar, enda var skýjað um mest allt land, og verður skýjað næstu daga ef marka má spá Veðurstofunnar.

Varað hefur verið við því að sólstormurinn geti valdið truflunum á samskiptum og rafbúnaði yfir helgina.

Finnar í Lapplandi fylgjast með ljósadýrðinni.EPA/LAURENT GILLIERON

Þessi mynd var tekin af styttu í Bretlandi í nótt. EPA/ADAM VAUGHAN

Mikil norðurljós sáust yfir Skotlandi.AP/Jane Barlow

Himininn yfir Hollandi var á köflum bleikur.EPA/JOSH WALET

Þessi mynd var tekin í Minnesota í Bandaríkjunum í nótt.AP/Mark Vancleave

Norðurljós yfir Sviss í nótt.AP/Jean-Christophe

Ljósasýning yfir Maine á austurströnd Bandaríkjanna.AP/Robert F. Bukaty

Úkraínskur hermaður birti þessa mynd í gærkvöldi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×