Innlent

Hand­taka hælis­leit­enda og brott­rekstur Hollands úr Euro­vision

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar klukkan 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar klukkan 12:00. vísir

Lögmaður þriggja kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands.

Hollandi hefur verið vísað úr Eurovision og keppir ekki á úrslitakvöldinu í kvöld. Ástæðan er ógnandi hegðun söngvarans.

Lítil breyting er á virkni á Reykjanesskaganum. Nóttin var róleg og lítið um skjálftavirkni. Enn er búist við gosi.

Þá heyrum við í starfsmanni Reykjavíkurborgar um kvartanir foreldra vegna frístundamála í sumar og forvitnumst um skærbleikan lit sem þakti himinn víða í Evrópu í nótt.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 11. maí 2024


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×