Andlát

Fréttamynd

Meistari B-kvikmyndanna látinn

Roger Corman, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi er látinn 98 ára að aldri. Hann framleiddi mörg hundruð kvikmyndir og gaf mörgum stórstjörnum kvikmyndaheimsins sín fyrstu tækifæri.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsti lifandi svínsnýrnaþeginn er látinn

Fyrsti maðurinn sem fékk grætt í sig svínsnýru á meðan hann var lifandi er látinn, um tveimur mánuðum eftir að nýrun voru grædd í hann og rúmum fimm vikum eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi. Richard Slayman fékk tvö erfðabreytt nýru úr svíni á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum í mars og var vonast til þess að nýrun myndu duga honum í minnst tvö ár.

Erlent
Fréttamynd

Tónlistarframleiðandinn Steve Albini látinn

Tónlistarmaðurinn og -framleiðandinn Steve Albini er látinn. Albini lést á þriðjudag, 7. maí, 61 árs gamall af völdum hjartaáfalls. Albini er þekktur fyrir að hafa leitt rokkhljómsveitirnar Shellac og Big Black en auk þess framleiddi hann margar klassískar rokkplötur. 

Lífið
Fréttamynd

Ian Gelder úr Game of Thrones látinn

Ian Gelder breski leikarinn sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Kevin Lannister í Game of Thrones þáttunum er látinn, 74 ára gamall. Rúmir fimm mánuðir eru síðan hann greindist með krabbamein í gallblöðru.

Lífið
Fréttamynd

Bernard Hill er látinn

Breski leikarinn Bernard Hill leikari er látinn 79 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir leik sinni í Hringadróttinssöguþríleiknum og Titanic.

Lífið
Fréttamynd

Pétur Einars­son leikari látinn

Pétur Einarsson, leikari, leikstjóri og fyrrverandi skólastjóri Leiklistarskóla Íslands er látinn, 83 ára að aldri. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 24. apríl síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Pétur Guð­finns­son er látinn

Pétur Guðfinnsson, fyrrverandi útvarpsstjóri og framkvæmdastjóri Sjónvarpssins, er látinn. Hann lést á dvalarheimilinu Grund, 94 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Samantha Davis er látin

Samantha Davis, góðgerðarfrömuður og leikkona er látin. Hún var 53 ára gömul og var eiginkona leikarans Warwick Davis.

Lífið
Fréttamynd

Gunn­laugur Rögn­valds­son er látinn

Gunnlaugur Rögnvaldsson, blaðamaður og ljósmyndari, er látinn. Hann lést síðastliðinn þriðjudag, 62 ára að aldri. Gunnlaugur var meðal annars þekktur fyrir umfjöllun sína um Formúlu 1 og aðrar aktursíþróttir hér á landi og stýrði þáttum og lýsti keppnum í sjónvarpi.

Innlent
Fréttamynd

OJ Simpson er látinn

OJ Simpson, eða Orenthal James Simpson, er látinn, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall en fjölskylda hans segir hann hafa látist í gær umkringdur börnum sínum og barnabörnum.

Erlent
Fréttamynd

Nóbels­verð­launa­hafinn Peter Higgs fallinn frá

Breski Nóbelsverðlaunahafinn Peter Higgs er látinn 94 ára að aldri. Hann hlaut Nóbelsverðlaun árið 2013 fyrir rannsóknir sínar frá sjöunda áratugi síðustu aldar sem leiddu í ljós tilvist hinnar svokallaðrar Higgs-bóseindar, sem einnig hefur verið kölluð „guðseindin“.

Erlent
Fréttamynd

Elsti karl­maður heims látinn

Venesúelamaðurinn Juan Vicente Perez Mora er látinn, 114 ára að aldri. Hann var árið 2022 útnefndur elsti karlmaður heims af Heimsmetabók Guinness.

Lífið
Fréttamynd

Louis Gossett Jr. látinn

Louis Gossett Jr., fyrsti svarti maðurinn til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki er látinn 87 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

„Harry Klein“ er látinn

Þýski leikarinn Fritz Wepper er látinn, 82 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk Harry Klein í þáttunum um lögreglumanninn Derrick.

Lífið