Innlent

Fréttamynd

Lítil sam­keppni milli raftækjarisa

Lítillar samkeppni gætir milli Elko og Heimilistækja-samstæðunnar, sem innifelur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Í samanburðinum voru 61% af verðum þau sömu, upp á krónu.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hafnarfjarðarbær semur við HS orku um rann­sóknar- og nýtingarrétt í Krýsu­vík

Hafnarfjarðarbær og HS Orka hafa undirritað samkomulag um rannsóknir og nýtingu auðlindaréttinda í Krýsuvík til vinnslu á heitu vatni, ferskvatni og til raforkuframleiðslu. Markmiðið er að auka afhendingaröryggi á heitu vatni í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að mæta vaxandi raforkuþörf í landinu. Áætlað er að nýtt jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð.

Innlent
Fréttamynd

Sinubruni í Gufu­nesi

Verið er að ráða niðurlögum smávægilegs sinubruna sem geysaði rétt fyrir neðan Hamrahverfið í Gufunesi fyrr í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Stefnu­breyting í fjár­mögnun borgarinnar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans.

Innlent
Fréttamynd

Frið­jón svarar Steinunni fullum hálsi

Friðjón R. Friðjónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og hluti af kosningateymi Katrínar Jakobsdóttur til forseta, segir Steinunni Ólinu Þorsteinsdóttur fara með „trumpískan óhróðrur“ í sinn garð. Hann segir margt ósatt í málflutningi Steinunnar og að hann minni helst á samsæriskenningar vestanhafs sem kenndar eru við QAnon.

Innlent
Fréttamynd

Sinubruni í Staðarsveit á Snæ­fells­nesi

Eldur kviknaði í sinu í nágrenni eyðibýlisins Haga í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Slökkviliðsmenn frá Snæfellsbæ og Grundafirði eru komnir á vettvang og slökkvilið Stykkishólms er á leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Hætta rann­sókn bana­slyssins í Ós­hlíð

Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á banaslysi í Óshlíð fyrir rúmlega fimmtíu árum síðan. Hinn nítján ára gamli Kristinn Haukur Jóhannesson er talinn hafa látist þegar leigubifreið sem hann var í hafnaði utan vegar á Óshlíðarvegi árið 1973.  Málið var tekið upp að nýju í maí 2022, en rannsaka átti hvort að andlát hans hafi mögulega borið að með öðrum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Vill skýringar á seinum svörum Orkustofnunar

Umboðsmaður Alþingis hefur sent Orkustofnun ábendingar og óskað eftir upplýsingum vegna málshraða og afgreiðslutíma hjá stofnuninni. Er þetta tilkomið vegna kvörtunar sem tók Orkustofnun meira en tvö ár að afgreiða.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sætti í Suðurnesjabæ vegna stað­setningar gervigrasvallar

Ósætti ríkir í bæjarstjórnmálunum í Suðurnesjabæ vegna ágreinings um staðsetningu nýs gervigrasvallar. Á síðasta fundi bæjarráðs ákváðu fulltrúar meirihltua Framsóknar og Sjálfstæðsflokksins að leggja fram tillögu um að gervigrasvöllurinn yrði reistur í Sandgerði en ekki í Garði.

Innlent
Fréttamynd

Mætti manni, veitti honum eftir­för og réðst svo á hann

Karlmaður var í vikunni dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness vegna fjölda afbrota. Ákæruliðir málsins voru tíu talsins, en maðurinn var ákærður fyrir tvær líkamsárásir og sex brot er varða eignaspjöll, þá varðaði eitt brot fjársvik og annað þjófnað.

Innlent
Fréttamynd

Fimm­tán milljarða króna lán­taka borgarinnar sam­þykkt

Síðdegis kom borgarstjórn saman á aukafundi til þess að ræða lántöku frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, upp á 100 milljónir evra. Það gerir fimmtán milljarða króna. Láninu er ætlað að fjármagna viðhaldsátak í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar.

Innlent
Fréttamynd

Inn­rituðu sig á Akur­eyri í morgun en fljúga frá Kefla­vík

Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal.

Innlent
Fréttamynd

Fólki bjargað á landi sem sjó

Skúta komst í hann krappann á Suðurlandi, lítill fiskibátur á Patreksfirði sömuleiðis og ferðamenn á Mývatnsheiði festu bíla sína. Björgunarsveitarfólk hefur haft í nægu að snúast síðan í nótt.

Innlent