MMA

MMA

Nýjustu fréttir af Gunnari Nelson og fleiri MMA-köppum.

Fréttamynd

Hvar er Conor McGregor? | „Vil ekki vera boð­beri slæmra frétta“

Lítið hefur sést til írska vél­byssu­kjaftsins Conor McGregor, bar­daga­kappa UFC, undan­farna daga og þykir það mjög svo ó­venju­legt. Sér í lagi þar sem að að­eins nokkrar vikur eru í endur­komu hans í bar­daga­búrið. Blaða­manna­fundi hans og verðandi and­stæðings hans í búrinu, Michael Chandler var af­lýst með mjög svo skömmum fyrir­vara í upp­hafi vikunnar og hafa miklar get­gátur farið af stað um á­stæðu þess. Flestar þeirra beinast að hinum skraut­lega Conor McGregor.

Sport

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

McGregor sendir frá sér yfir­lýsingu

Írski bar­daga­kappinn Conor McGregor sendi í gær frá sér yfir­lýsingu varðandi ó­vænta at­burða­rás sem varð til þess að blaða­manna­fundi hans og Michael Chandler í Dublin fyrir UFC 303 bar­daga­kvöldið var af­lýst. Yfir­lýsing McGregor svarar engum spurningum, er fremur loðin og eftir sitja margar spurningar.

Sport
Fréttamynd

Loðin yfir­lýsing UFC á elleftu stundu vekur furðu

Yfir­lýsing UFC-sam­bandsins, þess efnis að ekkert verði af á­ætluðum blaða­manna­fundi bar­daga­kappanna Conor McGregor og Michael Chandler í Dublin seinna í dag, hefur vakið furðu og á­ætla margir að bar­dagi kappanna, sem fara á fram í Las Vegas seinna í mánuðinum, sé nú í upp­námi.

Sport
Fréttamynd

McGregor stað­festir endur­komu sína í UFC

Það virðist allt stefna í að írski vél­byssu­kjafturinn Conor McGregor, goð­sögn í sögu UFC sam­bandsins, muni stíga aftur inn í bar­daga­búrið í sumar. McGregor segir sam­komu­lag hafa náðst við UFC um að hann komi fram á bar­daga­kvöldi sam­bandsins í sumar.

Sport