Stjörnulífið

Stjörnulífið

Fréttir af því helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að deila á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Fréttamynd

Stjörnulífið: Hálsklútabyltingin, Gríman og brúð­kaup í Boston

Nýliðin vika var mögulega sú stærsta hingað til og það fór ekki framhjá neinum að Íslendingar völdu sér nýjan forseta um helgina. Stuðið var mikið hjá forsetaframbjóðendum en eðli málsins samkvæmt langmest í Grósku þar sem Halla Tómasdóttir fagnaði glæsilegum sigri. Þetta var þó ekki eini viðburðurinn í vikunni, en Gríman og Sjómannadagurinn voru einnig haldin hátíðleg svo eitthvað sé nefnt. 

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stjörnulífið: „Tvær klámkerlingar á kynfræðiráðstefnu“

Liðin vika var umvafin sólríkum ferðalögum og öðrum herlegheitum hjá stjörnum landsins. Áhrifavaldarnir Sunneva Einars og Birta Líf nutu veðurblíðunnar í New York á meðan tónlistarkonan Laufey Lín hélt sína stærstu tónleika til þessa í Indónesíu fyrir framan 7500 áhorfendur. Þvílík stjarna!

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Löng helgi, hátíðarsýning og tón­leikar

Helgin var löng og virðast flestir hafa gripið tækifærið til þess að gera eitthvað skemmtilegt. Stjörnur landsins skinu skært eins og þeim einum er lagið hvort sem það var á hátíðarsýningu kvikmyndarinnar Snerting, tónleikum Mínuss og XXX Rottweilerhunda eða á ferðalögum erlendis.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Blót, bónda­dagur og börn

Stjörnur landsins dönsuðu sig í gegnum síðustu helgi janúarmánaðar og fer þessi langi mánuður senn að líða undir lok, mörgum til mikillar ánægju. Þorrablót, tónleikar, afmælisveislur og fleira fjör einkenndi helgina. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Stjörnum prýtt Gossip Girl af­mæli á Geysi

Elín Svafa Thoroddsen eigandi glæsihótelsins Geysis fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt liðna helgi á hótelinu í Haukadal. Helstu áhrifavaldar landsins voru meðal gesta auk þekktra tónlistarmanna. Þema veislunnar var í anda Gossip Girl þáttanna.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Síðasta ár má fokka sér fjandans til“

Stjörnur landsins virðast koma sér hægt og rólega af stað inn í nýja árið. Heilsusamleg markmið, ræktarmyndir og þakklætispistlar þar sem farið er yfir liðið ár eru áberandi á samfélagsmiðlum þessa dagana. Þó eru sumir sem vilja gleyma árinu 2023. Það megi „fokka sér fjandans til“.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Jóla­gleði, rauðar varir og IceGuys

Stórafmæli, tónleikar og almennur jólaundirbúningur var áberandi hjá stjörnum landsins í liðinni viku. Stjörnulögfræðingurinn Villi Vill fór út á lífið á Ítalíu með knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni, Sigga Beinteins og kærastan hennar, Eygló Rós fóru á Kjarval á meðan Logi Bergmann skemmti sér á tónleikum Auðar í Iðnó á laugardagskvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Gellur elska GusGus og Auðunn ást­fanginn

Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Fernir stórtónleikar GusGus fóru fram í Eldborgarsal Hörpu um helgina. Sunneva Einars hlakkar til jólanna og Mari Jaersk óskar þess að Tómas Guðbjartsson taki á móti barni hennar einn daginn.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Tón­leikar, glamúr, óp og skvísulæti

Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Birgitta Líf leyfði óléttubumbunni að skína skært í London, stórsöngkonur landsins komu saman á Tinu Turner heiðurstónleikum í Hörpu og Gummi Kíró skellti sér í sunnudagspelsinn. 

Lífið