Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Svona er Þjóðhátíðarlagið 2024

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár ásamt karlakórnum Fjallabræður. Lagið heitir Töfrar og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. 

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Yo-Yo Ma kemur til landsins

Yo-Yo Ma, einn frægasti tónlistarmaður heims, er væntanlegur til landsins. Hann mun leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu og á sérstökum dúótónleikum í Eldborg með breska píanistanum Kathryn Stott í október.

Tónlist
Fréttamynd

„Pínu erfitt fyrir við­kvæman lista­mann“

„Maður getur nálgast ýmsar tilfinningar í gegnum tónlistina, stundum góðar stundum slæmar,“ segir tónlistarmaðurinn Kári Egilsson, sem er nýkominn heim frá Englandi þar sem hann kom fram á hátíðinni Great Escape. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðastliðið ár í lífi Kára en hann vinnur nú að annarri plötu sinni og frumsýnir splunkunýtt tónlistarmyndband hér í pistlinum.

Tónlist
Fréttamynd

Krefjandi að semja tón­list um of­beldi sem þolandi

„Það gat verið erfitt að horfa til baka sem þolandi ofbeldis og nýta mína persónulega reynslu til að semja fyrir leikhúsið,“ segir tónlistarkonan Gugusar um lagið Merki sem hún var að senda frá sér. Lagið er úr sýningu Þjóðleikhússins Orð gegn orði sem hefur slegið í gegn.

Tónlist
Fréttamynd

„Mikil­vægt að huga að því að þroskast í faginu“

„Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. 

Lífið
Fréttamynd

„Svo góð til­finning að endur­heimta sjálfa sig“

„Það er svo skrýtin samblanda að vera glöð og hamingjusöm með börnin sín en á sama tíma vera ótrúlega þungur í sálinni,“ segir tónlistarkonan Salka Sól. Salka Sól skaust upp á stjörnuhimininn árið 2014 og fagnar nú áratugi í tónlistinni.

Tónlist
Fréttamynd

Innipúkinn farinn að taka á sig mynd

Páll Óskar og Skrattar snúa bökum saman og koma í fram á tónlistarhátíðinni Innipúkanum um verslunarmannahelgina. Meðal annara listamanna sem eru tilkynnt til leiks í fyrstu dagskrártilkynningu hátíðarinnar eru Bjartar sveiflur, Ex.Girls, Hatari, Hipsumhaps, Inspector Spacetime, Lúpína, Una Torfa og Vök.

Lífið
Fréttamynd

„Aldrei verið jafn stolt af mér“

„Ég trúi ekki að þetta ævilanga markmið sé loksins komið út,“ segir tónlistarkonan María Agnesardóttir eða MAIAA eins og hún kallar sig. MAIAA var að senda frá sér plötu og frumsýnir hér tónlistarmyndband við lag sitt Lovesick.

Tónlist
Fréttamynd

„Svo­lítið eins og að standa nakinn inni í vita“

„Ég er í sjöunda himni með viðtökurnar á þessu öllu,“ segir listamaðurinn Villi Jóns. Villi sérhæfir sig í myndlist og sjónlist en hann stendur fyrir sýningunni Tvídrangar sem staðsett er á annarri og þriðju hæð Akranesvitans. Það var mikil stemning í opnunarhófinu þar sem Elín Ey, Íris Tanja og Eyþór Ingi stigu meðal annars á stokk.

Menning
Fréttamynd

Páll Óskar og Skrattar í fyrsta sinn á sama sviði

Páll Óskar og Skrattar leiða saman hesta sína og koma í fyrsta sinn fram saman á sviði, sem og í sitthvoru lagi, á tónlistarhátíðinni Innipúkanum um verslunarmannahelgina, 2-4 ágúst. Meðal annara listamanna sem eru tilkynnt til leiks í fyrstu dagskrártilkynningu hátíðarinnar eru Bjartar sveiflur, Ex.Girls, Hatari, Hipsumhaps, Inspector Spacetime, Lúpína, Una Torfa og Vök.

Tónlist
Fréttamynd

Bashar Murad kemur fram á enda­lokum LungA

Listahátíðin LungA verður haldin í síðasta sinn í sumar, 15. - 21. júlí, á Seyðisfirði en 24 ár eru liðin frá því að hún var fyrst haldin. Hátíðin hefur tilkynnt flesta tónlistarmenn sem fram koma í ár en þar á meðal verður palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad sem vakti mikla athygli í Söngvakeppninni í ár.

Tónlist
Fréttamynd

„Við ætlum bók­staf­lega að rífa þakið af húsinu“

Mínusmenn blása til útgáfuveislu næstkomandi fimmtudag í plötuversluninni Smekkleysu í tilefni af endurútgáfu platnanna Halldór Laxness og Jesus Christ. Sveitin mun troða upp ásamt amerísku rokksveitinni The Messthetics ásamt tveimur meðlimum goðsagnakenndu sveitarinnar Fugazi.

Tónlist
Fréttamynd

Lauf­ey og Hugi til­nefnd til verð­launa

Laufey og Hugi Guðmundsson eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir listrænt gildi. Laufey er tilnefnd fyrir plötu sína Bewitched og Hugi fyrir óratoríuna Guðspjall Maríu. Tilkynnt verður um verðlaunahafann 22. október.

Lífið
Fréttamynd

Rífandi stemning og valdefldar tónlistarkonur

Tónlistarkonan María Agnesardóttir, jafnan þekkt sem MAIAA, hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi. Hún fagnaði nýrri EP plötu með pompi og prakt í skvísupartýi á Prikinu síðastliðinn föstudag þar sem þemað var stelpukraftur eða „girlpower“.

Tónlist
Fréttamynd

Kosningalag: Ör­þrifa­ráð eða snilldarútspil?

Frambjóðendur reyna hvað þeir geta til að vekja athygli á sér í aðdraganda kosninga, þegar baráttan fer að harðna. Ein leiðin er að gefa út lag. Tvö slík komu út í síðastliðinni viku en fleiri hafa komið út í gegnum tíðina, með mis góðum árangri. Sum eru ódauðleg en önnur hefðu kannski betur átt að haldast ósamin. 

Lífið
Fréttamynd

Tón­leikum Nicki Minaj af­lýst vegna fíkniefnahandtöku

Tilætluðum tónleikum rappstjörnunnar Nicki Minaj í Manchester í gær var aflýst vegna óvæntrar handtöku stjörnunnar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Hún var handtekin vegna gruns um að vera með fíkniefni undir höndum og var á endanum sektuð og sleppt lausri.

Tónlist
Fréttamynd

Fyrr­verandi Ís­lands­meistari gefur út kántríslagara

Það er töluvert síðan Íslandsmeistarinn fyrrverandi Arnþór Ingi Kristinsson lét að sér kveða inn á fótboltavellinum en hann lætur nú til sín taka á öðrum vettvangi. Hann hefur nefnilega gefið út það sem mætti kalla sumarsmell ársins með félaga sínum frá Akranesi, Bjarka Sigmyndssyni.

Sport
Fréttamynd

Snerting Egils Ólafs­sonar við lífið og til­veruna

Egill Ólafsson segir mikilvægt að hreyfa sig til að vinna gegn framþróun Parkinson sjúkdómsins. Heimir Már slóst í gönguferð með Agli þar sem þeir ræddu um hlutverk hans í kvikmyndinni Snertingu og allt milli himins og jarðar.

Lífið