Vísir

Mest lesið á Vísi



Fréttamynd

Hlutu „Óskarinn“ í brúðkaupsskipulagningu

„Þetta sýnir okkur að það sé tekið eftir þeirri vinnu sem við höfum lagt í að koma Íslandi á kortið sem ákjósanlegum áfangastað fyrir brúðkaup og viðburði“, segja forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Pink Iceland, sem hlaut í apríl verðlaun sem uppáhalds skipuleggjandi áfangastaðabrúðkaupa í Evrópu og Asíu. Skrifstofan er talin brautryðjandi í skipulagningu brúðkaupa fyrir erlenda gesti sem vilja gifta sig á Íslandi.

Lífið

Mótmæla brottvísun þriggja nígerískra kvenna

Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton af heilsufarsástæðum. Samtökin No border sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem fólk var hvatt til þess að mæta upp á Keflavíkurflugvöll og það fullyrt að brottvísunin verði framkvæmd á milli 23 og 01 í nótt og að í flugvélinni yrðu fleiri. Öllum yrði flogið til Frankfurt þar sem þau verða flutt í flugvél á vegum Frontex.

Fréttir
Fréttamynd

Ætlar að gera Grillhúsið að heitasta staðnum í Borgar­nesi

Örvar Bessason er reynslumikill matreiðslumaður til sjós og lands. Hann lærði sjó­kokk­inn fyr­ir um 30 árum og starfaði sem kokk­ur á frysti­tog­ur­um árum sam­an. Þess á milli vann hann á veit­inga­stöðum í landi. Hans næsta verkefni er að gera Grillhúsið í Borgarnesi að heitasta veitinga- og samverustaðnum í Borgarnesi.

Viðskipti innlent

Fréttamynd

Skúli Hrafn kemur nýr inn í stjórn Eyris Invest fyrir LSR

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, einn stærsti hluthafi Eyris Invest, hefur ákveðið að tilnefna einn af sjóðstjórum sínum í stjórn fjárfestingafélagsins. Eyrir er langsamlega stærsti hluthafinn í Marel með um fjórðungshlut og hefur veitt óafturkallanlegt samþykki sitt um að samþykkja yfirtökutilboð sem JBT áformar að leggja formlega fram síðar í þessum mánuði.

Innherji