Fréttir

Dúxaði í Verzló með tíu í ein­kunn og ári á undan í skóla

Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig.

Innlent

Taldir hafa svið­sett á­rekstur í Hafnar­firði

Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að reyna að svíkja fé út úr Vátryggingafélagi Íslands með því að setja á svið umferðarslys í Hellnahverfi í Hafnarfirði í apríl fyrir þremur árum. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta mönnunum ákæruna.

Innlent

Meðhöndlarinn farinn að nudda á Kvíabryggju

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem var sakfelldur í Landsrétti fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, er farinn að taka á móti og meðhöndla fólk á Kvíabryggju gegn gjaldi. Jóhannes afplánar þar sjö ára uppsafnaðan fangelsisdóm.

Innlent

Hryllingur í Rafah eftir hefndar­að­gerðir

Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling.

Erlent

Fundu loks heitt vatn í Tungu­dal

Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. 

Innlent

Átta á sjúkra­húsi eftir mikla ó­kyrrð

Átta farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir að flug frá Doha til Dyflinnar lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum yfir Tyrklandi. Samkvæmt flugvallaryfirvöldum í Dyflinni slösuðust sex farþegar og sex áhafnarmeðlimir.

Erlent

Segir veginn ekki hafa gefið sig

Starfsmenn Vegagerðarinnar á vettvangi rútuslyssins á Rangárvallavegi í gær segja ekki hafa séð þess merki að vegurinn hafi gefið sig undan rútunni.

Innlent

Vilja nýtt hjúkrunar­heimili í Vík í Mýr­dal

Mikil þörf er á byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík í Mýrdal og því hefur sveitarstjóra verið falið að vinna að málinu með heilbrigðisráðuneytinu. Lagt er til að fasteignafélögum verið gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins.

Innlent

Yazan bíður enn svara

Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins.

Innlent

Segir róðurinn vera að þyngjast fyrir Ísraels­menn

Þórdís Ingadóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í alþjóðamálum segir róður Ísraelsmanna þyngjast. Ísraelsk stjórnvöld séu að einangrast á alþjóðavettvangi og nýútgefin beiðni um handtökuskipun af hálfu aðalsaksóknara alþjóðasakamáladómstólsins geri þeim ekki hægar um vik.

Innlent

Segja þrjá hafa kastast út úr rútunni

Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum, í Rangárvallasýslu í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt en allir eru á batavegi. Þau segja þakklæti til viðbragðsaðila efst í huga.

Innlent

700 talin af vegna aurskriðu í Papúa Nýju-Gíneu

Um 700 manns eru talin af vegna stórrar aurskriðu sem féll í Papúu Nýju-Gíneu í gær. Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM) hafði fyrst gefið út að hundrað manns eða fleiri hefðu orðið undir en hafa nú hækkað viðmið sitt umtalsvert.

Erlent

Öruggast að sjóða neyslu­vatn á Flat­eyri

Öruggast er að sjóða neysluvatn í dag og á morgun á Flateyri eftir að loka þurfti fyrir vatnið í bænum vegna aurskriðu í gær. Vatnið úr vatnsbólinu hafi verið mjög brúnt og þrátt fyrir að brunahanar hafi verið látnir ganga til að reyna að hreinsa lagnirnar hafi það ekki dugað til.

Innlent

Fólk sem ætlar að kjósa gegn Katrínu gæti lent í vand­ræðum

Álitsgjafar segja spennandi kosningabaráttu fram undan nú þegar ein vika er eftir. Frambjóðendur muni þurfa hafa fyrir því að vinna Katrínu. Höllurnar séu að skipta um hlutverk. Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fóru yfir forsetakosningarnar og spáðu í spilin á Sprengisandi í dag. 

Innlent