Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Liver­pool henti frá sér sigrinum í síðasta úti­leik Klopp

Aston Villa og Liverpool gerðu 3-3 jafntefli í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Leikurinn var frábær skemmtun þrátt fyrir að myndbandsdómarar leiksins hafi eytt alltof miklum tíma í að skoða hin ýmsu atriði. Um var að ræða síðasta útileik  Jürgen Klopp sem þjálfari Liverpool en hann yfirgefur félagið í sumar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Segja Real renna hýru auga til miðju­manns Le­verku­sen

Það má reikna með að fjöldi leikmanna Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen verði eftirsóttur af stærstu og ríkustu knattspyrnufélögum Evrópu í sumar. Spánarmeistarar Real Madríd eru nú þegar með augastað á miðjumanni þýska félagsins en eru þó tilbúnir að bíða til næsta árs.

Fótbolti


Fréttamynd

„Ekki nógu illa gefinn til að átta mig ekki á því“

„Það er bara tilhlökkun. Þetta verður verðugt verkefni, okkur hlakkar til að taka þátt í þessu. Það verður margt fólk og mikil stemning,“ segir Arnar Guðjónsson um oddaleik liðs hans Stjörnunnar við Keflavík í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Utan vallar: Mót­læti smakkast vel í Kefla­vík

Ef það er eitthvað sem einkennir þetta tímabil í Keflavík þá er það magnaður hæfileiki karlaliðsins til að takast á við mótlæti. Þeir sýndu það enn á ný í gær með því að tryggja sér oddaleik um laust sæti í úrslitaeinvíginu í Subway deild karla í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Sungu nafn Arnórs há­stöfum

Arnór Sigurðsson fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti á gamlan heimavöll sinn um helgina. Stuðningsmenn IFK Norrköping tóku þá mjög vel á móti íslenska landsliðsmanninum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta er saga tíma­bilsins og það gengur ekki lengur“

Fylkir er enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins eftir tap í kvöld gegn Breiðablik í Bestu deildinni. Fylkismenn voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og gátu nagað sig í handabökin að vera ekki búnir að skora að minnsta kosti eitt mark. Þrátt fyrir það skoraði Breiðablik þrjú mörk í leiknum og unnu öruggan 3-0 sigur.

Fótbolti