Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Anora hlaut Gullpálmann í ár

Kvikmyndin Anora undir leikstjórn Sean Baker hlaut Gullpálmann á kvikmyndahatíðinni í Cannes í gær. Myndin er gríndrama sem fjallar um unga fatafellu í New York sem á í ástarsambandi við son rússnesks auðjöfurs.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Egill mætti með barna­börnin á for­sýningu Snertingar

Hátiðarforsýning á íslensku kvikmyndinni Snertingu í leikstjórn Baltasar Kormáks fór fram með pompi og prakt í Smárabíó í gærkvöldi. Sýningin var gríðarlega vel sótt og voru þar meðal annars alþjóðlegar stórstjörnur sem vinna nú með Baltasar að þáttagerð hér á landi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Netflix, Stöð2+, Prime og Disney greiði til menningar

Menningar-og viðskiptaráðuneytið leggur til að innlendar og erlendar streymisveitur greiði svokallað „menningarframlag“ til íslensks samfélags. Markmiðið er að efla íslenska menningu og íslenska tungu með því að hvetja til fjárfestingar í framleiðslu á innlendu efni. Framlagið á ekki að ná til steymisveitna með litla veltu eða fáa notendur og ekki til Ríkisútvarpsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Elín Hall í rán­dýrum kjól á rauða dreglinum

Leikonan Elín Sif Hall klæddist kjól frá franska hátískuhúsinu Chanel á rauða dreglinum á kvikmyndahátiðinni í Cannes í Frakklandi í gær. Kjóllinn er úr haust- og vetr­ar­línu Chanel og kostar á aðra milljón króna.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnurnar vilja Spacey úr sjö ára út­legð

Hollywood stjörnur vilja að leikarinn Kevin Spacey fái að snúa aftur í bransann og leika að nýju eftir sjö ára útlegð, eins og því er lýst. Leikarinn hefur ekki leikið síðan árið 2017 þegar ungir menn í Bretlandi og í Bandaríkjunum stigu fram og hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þeim á barnsaldri en síðar sýknaður.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fundu föt við hæfi á síðustu stundu fyrir Cannes

Leikararnir Mikael Kaaber og Katla Njálsdóttir eru nýlent í Cannes í Frakklandi þar sem frægasta kvikmyndahátíð í heimi hefst í dag. Þau Mikael og Katla fara bæði með hlutverk í kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Ljósbrot sem í dag verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni og er ein af opnunarmyndum hennar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Magnús eignast Latabæ á nýjan leik

Magnús Scheving hefur í gegnum fjárfestingarfélagið, LZT Holding ehf., náð samkomulagi við Warner Bros, Discovery, um kaup á öllum eignum LazyTown, eða Latabæ. Undir kaupin falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi LazyTown, um heim allan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­horf á úr­slit Euro­vision hríð­féll

Áhorf á úrslitakvöld Eurovision hríðféll á milli ára. Tónlistafræðingur segir vanta gagnsæi um fjármögnun keppninnar sem sé hápólitísk þvert á markmið. Skipuleggjendur þurfi að líta í eigin barm.

Innlent
Fréttamynd

Meistari B-kvikmyndanna látinn

Roger Corman, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi er látinn 98 ára að aldri. Hann framleiddi mörg hundruð kvikmyndir og gaf mörgum stórstjörnum kvikmyndaheimsins sín fyrstu tækifæri.

Lífið
Fréttamynd

Love Lies Bleeding: Ekið af hrað­braut og út í skurð

Bíó Paradís sýnir nú kvikmyndina Love Lies Bleeding sem fjallar um Lou (Kristen Stewart), starfskonu á lúinni líkamsræktarstöð í suðurríkjum Bandaríkjanna á 9. áratugi síðustu aldar. Inn á stöðina gengur Jackie (Katy O'Brien), vöðvastæltur umrenningur í atvinnuleit.

Gagnrýni
Fréttamynd

Myndaveisla: Gleði og gæsa­húð á for­sýningu Sveitarómantíkur

Sérstök forsýning á sjónvarpsþáttunum Sveitarómantík fór fram á Kex hostel síðastliðinn mánudag. Þættirnir eru í umjón Ásu Ninnu Pétursdóttir fjölmiðlakonu sem fékk að skyggnast inn í líf sex para sem eiga það öll sameiginlegt að búa í sveit. Ása bauð gestum upp heimabakaðar kleinur og pönnukökur í anda þáttanna.

Lífið
Fréttamynd

Ian Gelder úr Game of Thrones látinn

Ian Gelder breski leikarinn sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Kevin Lannister í Game of Thrones þáttunum er látinn, 74 ára gamall. Rúmir fimm mánuðir eru síðan hann greindist með krabbamein í gallblöðru.

Lífið