Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Ís­lendingarnir ekki meira með á leik­tíðinni

Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson missa báðir af síðustu leikjum Melsungen í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta. Um er að ræða mikið áfall fyrir félagið sem er í harðri baráttu um sæti í Evrópu á næstu leiktíð.

Handbolti
Fréttamynd

Landsliðskonum fjölgar hjá Val

Línumaðurinn Elísa Elíasdóttir hefur gengið til liðs við kvennalið Vals í handbolta og skrifað undir þriggja ára samning. Hún kemur til liðsins frá ÍBV.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta ein­vígi er rétt að byrja“

Mosfellingar sigruðu FH í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Afturelding hefur ekki unnið titilinn síðan 1999 en Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var þó með báðar fætur á jörðinni eftir sigurinn.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir hans Gumma komu til baka í öðrum spennutrylli

Strákarnir hans Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia komu til baka og tryggðu sér þriðja leik gegn Ribe-Esbjerg í undanúrslitum um danska meistaratitilinn. Liðin gerðu jafntefli á fimmtudaginn, 27-27, og jafntefli varð aftur niðurstaðan í dag, 23-23.

Handbolti
Fréttamynd

„Þurfum bara okkar besta leik í vetur“

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði liðið þurfa að sýna sitt allra besta þegar Olympiacos mætir á Hlíðarenda í kvöld og fyrri leikur liðanna í úrslitum Evrópubikarsins fer fram.

Handbolti
Fréttamynd

Grín sem snerist mjög fljótt upp í al­vöru

Vals­menn standa nú í sporum sem Mulnings­vélin svo­kallaða stóð í fyrir 44 árum. Fram­undan úr­slita­ein­vígi í Evrópu­bikarnum í hand­bolta. Þor­björn Jens­son var einn af prímu­s­mótorunum í Evrópu­ævin­týri Vals árið 1980. Þátt­töku liðsins í Evrópu­keppni var fyrst fleygt fram í gríni. Grín sem varð fljótt að mikilli al­vöru.

Handbolti