Fréttir

Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins

Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni klukkan 9:30 þegar að meðal annars Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Steiney Skúladóttir leikkona flytja svokallaða lýðræðisgusu eða setningarræðu.

Innlent

Hræðist framtíðina og hefur beðið um frið

Móðir ellefu ára drengs með ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm og krabbamein segir það hafa gert honum erfiðara fyrir hvað hann sé klár. Hann geti því reiknað út hvað bíði hans. Það sé hræðilegt að horfa upp á drenginn sinn, sem þrái að verða betri í fótbolta, verða sífellt lélegri sama hvað hann æfi sig. Vinir og vandamenn standa fyrir tónleikum til styrktar Mikael í kvöld.

Innlent

Hun­ter Biden á­kærður

Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum.

Erlent

Enn einn yfirmaður lögreglu sendur í leyfi

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári.

Innlent

Leitin að sökudólgum hafin í Líbíu

Fimm dögum eftir að flóð léku íbúa norðausturhluta Líbíu grátt eru lík enn að finnast á víð og dreif. Leitin að sökudólgum er hafin og Sameinuðu þjóðirnar segja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir hamfarirnar.

Erlent

Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu

Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað.

Innlent

Borg­ar ekki fjöl­skyld­un­um sem hann hrellt­i en spreð­ar pen­ing­um

Alex Jones, samsæringur, hefur ekki greitt fjölskyldum barna sem myrt voru í Sandy Hook árásinni árið 2012 krónu. Hann spreðar þó peningum sínum og eyddi til að mynda 93 þúsund dölum í júlí en það samsvarar um 12,8 milljónum króna. Jones var í fyrra dæmdur til að greiða fjölskyldunum tæplega einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur.

Erlent

„Ég sat bara og grét yfir þessu í gær­kvöldi“

Hjónin Birta Árdal Bergsteinsdóttir og Othman Karoune hafa síðustu daga staðið fyrir styrktarsöfnun vegna jarðskjálftans í Marokkó fyrir tæpri viku. Svo vel hefur gengið að Othman fór í fyrradag með hjálpargögn í þorp upp í fjöllum. Söfnunin er enn opin. 

Innlent

„Ég held að þetta sé verst fyrir krakka“

Notkun einnota rafretta hefur aukist verulega síðustu ár og sífellt fleiri skilja þær eftir í náttúrunni eftir notkun. Einn helsti plokkari landsins segir retturnar hafa áhrif á umhverfið sem og þá sem finna þær á víðavangi.

Innlent

Óttast að allt logi í verkföllum eftir áramót

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, óttast að verkföll verði tíð á næsta ári og að stjórnvöld þurfi að koma að gerð kjarasamninga. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að semja þurfi af skynsemi.

Innlent

Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali

Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi.

Innlent

Bjarni Fel er látinn

Bjarni Felixson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og íþróttafréttamaður, er látinn. Bjarni, sem var þekktur sem Rauða ljónið, var 86 ára gamall og lést í Danmörku, þar sem hann var að sækja jarðarför vinar síns.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar á hvalveiðiskipinu Hvalur 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstjóra MAST um málið í beinni.

Innlent

Fagnar inni­lega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður

Val­gerður Árna­dóttir, tals­maður Hvala­vina, fagnar því að Mat­væla­stofnun hafi tekið á­kvörðun um að stöðva tíma­bundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hval­veiði­báturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Á­kvörðunin hafi alls ekki verið fyrir­séð.

Innlent

Við­burða­lítið við­varana­sumar

Sumarið sem líður hefur verið fremur viðburðalítið  hvað varðar veðurviðvaranir, en einungis sjö gular viðvaranir hafa verið gefnar út þetta sumarið og þær voru allar vegna vinds. Síðustu fimm sumur hafa 36 viðvaranir verið gefnar út að jafnaði.

Veður

Leggja fram frum­varp um kristin­fræði í grunn­skólum

Sex þing­menn á vegum Sjálf­stæðis­flokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna vilja að kristin­fræði verði aftur kennd í grunn­skólum landsins. Þing­mennirnir hafa lagt fram frum­varp vegna málsins og leggja til að kristin­fræði verði kennd auk trúar­bragða­fræði.

Innlent

Nem­endur urðu vitni að slysinu í kennslu­stund

Nem­endur Kvenna­skólans í Reykja­vík sem sátu í tíma í Mið­bæjar­skólanum urðu vitni að um­ferðar­slysinu sem varð á Lækjar­götu í gær þar sem öku­maður sendi­ferða­bíls lést. Skóla­stjóri segir nem­endur og starfs­fólk harmi slegið vegna málsins og er nem­endum boðið upp á á­falla­hjálp.

Innlent