Sport

Njarðvík og Grindavík töpuðu

Það urðu heldur betur óvænt úrslit í úrvalsdeild karla í kvöld þegar heil umferð var leikin. Efsta lið deildarinnar, Njarðvík, þurfti að sætta sig við tap í Borgarnesi gegn frísku liði Skallagríms 96-78. Þá lágu grannar þeirra í Grindavík mjög óvænt fyrir botnliði Hauka í Hafnarfirði, 98-82.

Snæfell burstaði Hamar/Selfoss á útivelli 96-63, Þór valtaði yfir Hött 100-58 fyrir norðan, Keflavík lagði ÍR 102-94 og KR sigraði Fjölni eftir framlengdan leik 111-102, eftir að staðan hafði verið 95-95 eftir venjulegan leiktíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×