Fótbolti

Hvar er Valsfuglinn?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Á þessu ári verður klúbbhús og minjasafn opnað í Fjósinu sem var lengi vel félagsheimili Vals.

Valsmenn leita nú að járnfugli sem Sigurjón Ólafsson myndhöggvari gerði og var í Fjósinu. Ekkert hefur spurst til Valsfuglsins í mörg ár.

„Járnfuglinn hefur ekki sést í fjölda ára. Hann flaug bara héðan,“ sagði Valsmaðurinn Halldór Einarsson, Henson, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þessi fugl er rosalega mikilvægur í endanlegri mynd þessarar endurgerðar [Fjóssins]. Við erum búnir að leita dyrum og dyngjum að honum en hann finnst ekki,“ sagði Kristján Ásgeirsson arkitekt við Gaupa.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×