Erlent

Tveir látnir og fimm saknað eftir slys í Dón­á

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Leiðin sem bátarnir tveir sigldu tengir saman Búdapest og Vínarborg, höfuðborg Austurríkis. Hún er því fjölfarin af ferðamönnum. 
Leiðin sem bátarnir tveir sigldu tengir saman Búdapest og Vínarborg, höfuðborg Austurríkis. Hún er því fjölfarin af ferðamönnum.  EPA

Tveir létust og fimm er saknað eftir slys í ánni Dóná um fimmtíu kílómetrum norður af höfuðborginni Búdapest í Ungverjalandi í gær. Skemmtiferðabátur er sagður hafa rekist á vélbát með þeim afleiðingum að vélbáturinn sökk. 

Þetta hefur The Guardian eftir lögregluyfirvöldum í Ungverjalandi. Lögreglu barst tilkynning seint í gærkvöldi um að maður hefði fundist blóðugur við bakka árinnar nærri bænum Verőce. Tvö lík fundust í kjölfarið á svæðinu og skömmu síðar fannst vélbátur sem hafði sokkið í ána. Björgunaraðilum tókst að bjarga einum farþega bátsins en sá er alvarlega slasaður.

Fimm til viðbótar, þrír menn og tvær konur, eru sögð hafa verið um borð á bátnum. Leit að þeim stendur nú yfir.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var skemmtiferðabátur staðsettur á sama stað og báturinn á að hafa sokkið. Lögregla stöðvaði skemmtiferðabátinn um áttatíu kílómetrum frá slysstaðnum og uppgötvaði þar skemmdir á skipsskrokki bátsins. Þá hefur lögregla höfðað sakamál vegna gruns um að hafa stofnað sjóflutningum í hættu og valdið dauða minnst tveggja aðila. 

Skemmdirnar á framan á skemmtiferðabátnum eru sjáanlegar.EPA

Tengdar fréttir

Nítján enn saknað í Búdapest

Sjö suður-kóreskir ferðamenn eru látnir og fjölda er saknað eftir að útsýnisbát hvolfdi á Dóná í Búdapest í gærkvöldi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×